Fuglavefur hlaut Frumkvöðulinn 2009

mbl.is/Ómar

Árlega veitir Markaðsstofa Austurlands viðurkenninguna Frumkvöðulinn þeim sem sýnt áræðni og hugmyndaauðgi við uppbyggingu á þjónustu fyrir ferðamenn. Að þessu sinni fékk fuglavefurinn Birds.is á Djúpavogi Frumkvöðulinn árið 2009.

Frumkvöðulinn hljóta þeir sem hafa með verkum sínum hafa aukið fjölbreytni í ferðaþjónustu á Austurlandi og eru öðrum hvatning til dáða.

Fram kemur í tilkynningu að Birds.is sé metnaðarfullt verkefni, fræðandi og fjörugt sem hafi það markmið að laða til Djúpavogs ferðamenn sem hafa áhuga á fuglum, jafnframt því að veita öllum sem áhuga hafa innsýn í heim fuglanna með góðri aðstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert