Mótmæla hesthúsum við Elliðaár

Lax stekkur í Elliðaám
Lax stekkur í Elliðaám Einar Falur Ingólfsson

Stangveiðifélag Reykjavíkur segir það óskiljanlegt að Borgarráð Reykjavíkur hafi gefið grænt ljós á byggingu hesthúsa fyrir allt að 600 hross á bökkum Elliðaánna, við veiðistaðinn Heyvað.

Í yfirlýsingu frá Félaginu kemur fram að það sendi inn athugasemd vegna deiliskipulagsins á sínum tíma þar sem m.a. var bent á að árnari hafi átt undir högg að sækja undanfarin ár og umræddar breytingar geti sett lífríkið í stórkostlega hættu. Borgaryfirvöld hafi margsinnis lýst yfir þeim ásetning að vernda lífríki Elliðaánna og laxastofn þeirra, og því sé tillagan á skjön við markmið um verndun.

„Þessar athugasemdir, auk annara sem bárust, virtust ekki eiga hljómgrunn innan borgarkerfisins því deiliskipulagið hefur nú verið samþykkt,“ segir í yfirlýsingunni. „Virðist sem að breytingarnar hafi verið unnar af fljótfærni þvi hugmyndir voru uppi um að ekkert afrennsli væri úr hesthúsahverfinu til að lágmarka mengun. Þurfti í framhaldinu að benda á þá staðreynd að aðrennsli til Elliðaánna er einmitt það sem gerir þær að ám og án þess væru Elliðaárnar líklegast varla til í núverandi mynd?

Það að borgarrráð Reykjavíkur gangi fram með þessum hætti kemur kannski ekki á óvart þegar að allt kemur til alls. Áður hefur verið vegið verulega að ám og laxastofnum þeirra innan borgarmarkanna, og enn ætti mönnum að vera í fersku minni þegar ákveðið var að setja upp knattspyrnuleikfang á bökkum Úlfarsár, nánar tiltekið 16. metra frá árbakkanum.

Verður það að teljast með hreinum ólíkindum, að þegar að einstaklingar og fyrirtæki skila inn byggingarlóðum í stórum stíl þurfi Reykjavíkurborg að heimila framkvæmdir við merkilegustu og viðkvæmustu náttúruperlur sínar. Búast má við því að stjórn SVFR álykti um málið á fundi sínum í dag.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert