Engin kvörtun um maðka í nammibar

Hagkaupum hefur ekki borist nein kvörtun vegna maðka í sælgæti úr nammilandi einnar verslunar fyrirtækisins. Tölvupóstur þess efnis gengur nú milli manna.

„Okkur hefur ekki borist nein kvörtun um slíkt,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. Í tölvupóstinum segir að viðskiptavinur hafi sturtað namminu í stóra skál þegar heim var komið og séð litla maðka í því. Jafnframt segir að viðskiptavinurinn hafi farið með sælgætispokann aftur í viðkomandi verslun og að þar hafi honum verið mútað með peningum til þess að þegja yfir þessu.

„Við vísum þessu algerlega á bug. Þetta er hreinn rógburður. Okkur dytti þetta aldrei í hug,“ segir Gunnar Ingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert