Kjötsala dróst saman um 9,3%

Sala á lambakjöti dróst saman um 24,2% í febrúar
Sala á lambakjöti dróst saman um 24,2% í febrúar mbl.is/Kristinn

Sala á kjöti dróst saman um 9,3% í febrúar samanborið við sama mánuð í fyrra. Einungis sala á nautakjöti jókst í mánuðinum og nemur aukningin 12,2% á milli ára, samkvæmt upplýsingum á vef Landssambands kúabænda. Þar kemur fram að sala á lambakjöti dróst saman um 24,2% og á alifuglakjöti um 11,7%.

Alls seldust tæplega 1.890.271 kg af kjöti í febrúar, þar af 453.537 kg af lambakjöti og  558.863 kg af alifuglakjöti. 499.772 kg seldust af svínakjöti og 313 tonn af nautakjöti.

Ef litið er á þriggja mánaða tímabil, desember-febrúar, sést að lambakjötssala hefur dregist saman um 24,8% miðað við sama tímabil árið áður og alifuglakjötsala um 15,7%. Hins vegar hefur hrossakjötsala aukist um 29,5% en alls var selt 228.630 kg af hrossakjöti á tímabilinu en 898.114 kg af nautakjöti sem er aukning um 3,6%. Alls voru seld 5.622.267 kg af kjöti á tímabilinu desember 2008 til febrúar 2009.

Á vef Landsbands kúabænda kemur fram að virkir dagar voru færri í febrúar í ár en í fyrra og það geti að einhverju leyti skýrt minni kjötsölu í ár en í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert