Útrás fyrir þakklæti

Fimm hressir strákar sem allir vilja verða óperusöngvarar skipa Kvintett Íslenska lýðveldisins sem hyggur á útrás til Færeyja. Strákarnir hrifust af stórhug og vinarþeli Færeyinga þegar þeir réttu okkur hjálparhönd eftir bankahrunið. Þeir hyggja á tónleika í Þórshöfn Klakksvík og á Sandi og ætla að syngja fyrir farinu á ferjunni Norrænu.

Sönghópurinn er einskonar skólahljómsveit Söngskólans í Reykjavík en strákarnir eru allir langt komnir í námi við skólann. Þeir sem vilja heyra þá syngja og styrkja þá til Færeyjafararinnar í leiðinni. geta sótt tónleika í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti klukkan fimm á sunnudaginn. Miðar eru seldir við innganginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert