Biðja líknarfélög um fé

Landspítali
Landspítali Ómar Óskarsson

Kvennadeild Landspítalans leitar til líknar- og kvenfélaga um fjárstuðning svo hún geti ráðist í endurbætur á húsnæði sínu. Um 100 milljónir vantar til framkvæmdanna.

Áætlað er að um 50 milljónir til viðbótar komi frá spítalanum en endurbæturnar miða að sameiningu tveggja legudeilda, meðgöngu- og sængurkvennadeildar. Þá verða rými sem ekki henta starfseminni nýtt betur, salernis- og sturtuaðstaða bætt og gert ráð fyrir að færri konur deili herbergjum en áður.

Að sögn Hildar Harðardóttur, sviðsstjóra lækninga á kvennadeild, er þetta í fyrsta sinn frá árinu 1974 sem kvennadeildin leitar eftir gjafafé til framkvæmda en deildin hafi oft reitt sig á líknarfélög varðandi tækjakaup. „Og vissulega er hér um miklu hærri upphæð að ræða en þegar keypt eru einstök tæki. Það er því ekkert eitt félag sem reiðir upphæðina sisvona af hendi.“

Gert er ráð fyrir að þjónusta deildarinnar við fæðandi konur utan af landi aukist eftir 1. maí en þá verða vaktir fæðingar- og svæfingarlækna á sjúkrahúsunum á Selfossi og á Suðurnesjum lagðar niður.

Hildur bendir á að hægt sé að sinna fleiri konum þar sem heimaþjónusta í sængurlegu og göngudeildarþjónusta á meðgöngu færist í aukana. Þannig fækkaði legudögum um 5,8% í fyrra, þrátt fyrir 8% fjölgun fæðinga.

Frá kvennadeild Landspítalans
Frá kvennadeild Landspítalans mbl.is/Ómar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert