Ekki hægt að afskrifa neina lista

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að ekki sé hægt að útiloka að grasrótarframboðin nái mönnum á þing, þrátt fyrir að ekki hafi mælst mikill stuðningur við þau í nýlegum skoðanakönnunum.

„Þau eru rétt að koma fram og hafa ekki haft mikil tækifæri til að kynna sig, og hafa reyndar almennt mjög stuttan tíma til þess,“ segir Ólafur. Hann bendir á að flokkarnir hafi auk þess ekki boðið fram lista. „Það er algjörlega opin spurning hvort þeim tekst að ná sér á flug eða ekki. Í augnablikinu er ekkert sérstakt sem bendir til þess. En það er engin ástæða til að afskrifa þau strax.“

Aðspurður segir Ólafur ekkert benda til þess að fjórflokkakerfið, sem samanstendur af Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni, Vinstri grænum og Framsókn, sé að hrynja.

„Það er líka hættulegt að afskrifa menn of snemma,“ segir Ólafur og bendir á að það sé einnig of snemmt að afskrifa Frjálslynda flokkinn. „Þó hann mælist lágt núna þá hefur það gerst áður,“ segir hann og bætir við að núverandi aðstæður á Íslandi séu mjög sérkennilegar og því óvissan enn meiri en oft áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert