Íslendingabók mætt á Fésbókina

Margt er hægt að gera sér til dægrastyttingar á Fésbókinni. …
Margt er hægt að gera sér til dægrastyttingar á Fésbókinni. Nú er hægt að rekja ættir sínar saman við alla vini sína á örskotsstundu. ALESSANDRO BIANCHI

Íslendingabók, ættfræðiforrit Íslenskrar erfðagreiningar, er nú komin á samskiptavefinn Facebook, eða Fésbókina eins og margir Frónbúar kalla hana. Forritið rekur ættir notenda saman við alla vini þeirra á Fésbók, sem á annað borð er að finna í gagnagrunni Íslenskrar erfðagreiningar.

Þannig geta notendur séð hverjir vinanna eru náskyldir þeim og hverjir ekki, enda flokkar forritið vini notandans eftir því hversu margir ættliðir skilja þá að. Íslendingar eru fámenn þjóð og því eru velflestir skyldir í níunda ættlið. Forritið tilgreinir sameiginlegan forföður eða formóður, fæðingardag hans og dánardægur.

Íslendingabók á Fésbókinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert