Breyttar reglur leiða til sparnaðar

Gerðar hafa verið breytingar á vöruvalsreglum ÁTVR sem munu leiða til mikils sparnaðar í dreifingarkostnaði fyrir framleiðendur á landsbyggðinni. Breytingarnar fela í sér að við sérstakar aðstæður getur ÁTVR samið beint við birgja um afhendingu vöru, sem ætluð er til dreifingar á nærsvæði framleiðenda, á öðrum dreifingarstað en í vöruhúsi ÁTVR á Stuðlahálsi.

Með því verður til dæmis kleift að taka við vörum frá Vífilfelli á Akureyri, Ölvisholt á möguleika á að afhenda vöru á Selfossi, Mjöður getur afhent vöru á Stykkishólmi og Bruggsmiðjan getur afhent vörur annað hvort á Dalvík eða Akureyri, að því er segir í tilkynningu.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert