Skólastofa flutt í heilu lagi

Skólastofan hefur verið færð til Hafnar í Hornafirði.
Skólastofan hefur verið færð til Hafnar í Hornafirði. mynd/Runólfur Hauksson

Kennsluskúr var fluttur í heilu lagi frá Nesjahverfi yfir Hafnar í Hornafirði í dag. Nú munu skólabörn í 1. til 3. bekk, sem hafa gengið í Nesjaskóla, færa sig til Hafnar. Þetta er gert í hagræðingarskyni, en mjög hefur fækkað í þessum árgöngum. Kennsla í grunnskóla Hornafjarðar fór áður fram á þremur stöðum.

Skólakrakkar í í 1.-7. bekk munu framvegis verða saman í Hafnarskóla og eldri bekkingar, þ.e. krakkar í 8.-10. bekk, verða í Heppuskóla.

Stefnt er að því að flytja annan kennsluskúr til Hafnar á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert