Mikill kynjamunur á lyfjatöku

Sverrir Vilhelmsson

Strákar fá þrefalt meira af lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti en stelpur. Lyf við ýmiskonar geðröskunum barna frá fimm ára til tvítugs voru niðurgreidd um tæpar 319 milljónir króna á síðasta ári. Lyf við ofvirkni og athyglisbresti (ADHD); eins og concerta, equasym og ritalin, eru oftast niðurgreidd allra lyfja óháð kyni frá fimm ára aldri til tvítugs.

Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, segir kynjamuninn þekktan vegna þessara lyfja. Þrír til fjórir strákar greinist á móti hverri stelpu.

Niðurgreiðsla lyfja til stráka er nærri helmingi meiri en til stelpna að tvítugu. Strákar á fyrsta aldursári fengu tvöfalt meira ávísað af lyfjum en stelpur í fyrra. Þetta kom fram í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands um lyfjakostnað sjúkratryggðra árið 2008.

Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum og yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, segir mun kynjanna að hluta skýrast af því að astmi sé lítið eitt algengari hjá strákum auk þess sem sýkingar sem stuðli að astmaeinkennum séu lítillega algengari hjá þeim. „Mér finnst þó athyglisvert hve munurinn er mikill.“

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert