Þróunarsamvinnustofnun eingöngu í Afríku síðar á árinu

Frá bænum Camoapa í Níkaragva.
Frá bænum Camoapa í Níkaragva.

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að loka í sumar sendiskrifstofu Íslands í Níkaragva sem jafnframt er umdæmisskrifstofa Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ). Áformað er að lokað verði frá og með 1. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÞSSÍ.

Áður hafði verið tilkynnt að starfsemi ÞSSÍ á Srí Lanka ljúki um mitt ár. Samstarfslöndum Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu fækkar því um tvö á þessu ári og starfsemin verður síðari hluta ársins á ný eingöngu bundin við Afríkuríki, eins og hún var allar götur fram til ársins 2004.

Haft er eftir Sighvati Björgvinssyni, framkvæmdastjóra ÞSSÍ, að ástæðan fyrir fækkun samstarfslanda sé niðurskurður í framlögum til Þróunarsamvinnustofnunar og fall íslensku krónunnar. Hann bendir á að umsvif ÞSSÍ í samstarfslöndunum dragist  saman um 36% eða úr 22 milljónum bandarískra dala á síðasta ári niður í 13 milljónir dala á þessu ári.

Vefur ÞSSÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert