Rebekka fær æfingahjól

Ruth Örnólfsdóttir blaðamaður Mosfellings, Albert S. Rútsson veitingamaður á Ásláki, …
Ruth Örnólfsdóttir blaðamaður Mosfellings, Albert S. Rútsson veitingamaður á Ásláki, Hilmar Gunnarsson ritstjóri Mosfellings, Rebekka Anna Allwood og Ólöf Þráinsdóttir móðir Rebekku. mbl.is/Mosfellingur

Formlegri söfnun bæjarblaðsins Mosfellings fyrir Rebekku Önnu Allwood er nú lokið og söfnuðust 1.226.649 krónur. Rebekka lenti í slysi á
Vesturlandsvegi fyrir sex árum og er í dag fjölfötluð.

Safnað var fyrir sérútbúnu æfingahjóli sem hún hefur nú þegar tekið í notkun. Móðir Rebekku segist strax sjá mun á hreyfigetu Rebekku eftir aðeins nokkurra vikna þjálfun á hjólinu en mæðgurnar búa saman í Áslandi í Mosfellsbæ.

Hápunktur söfnunarinnar var styrktarkvöld á Ásláki í lok síðasta mánaðar þar sem fjöldi tónlistarmanna kom fram. Rebekka varð tvítug þann 2. mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert