Ræddu ekki um afnám refsingar

mbl.is/Ómar

Hvorki starfsmenn fjármálaráðuneytisins né alþingismenn ræddu þann möguleika að breytingar sem gerðar voru á lögum um lífeyrissjóði fyrir síðustu jól og var ætlað að bregðast við afleiðingum bankahrunsins gætu haft þau áhrif að brot gegn lögunum sem hugsanlega voru framin löngu fyrir bankahrunið yrðu þar með gerð refsilaus.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag voru heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga í óskráðum verðbréfum hækkaðar úr 10% í 20% með lögum sem voru samþykkt 22. desember. Jafnframt voru lögfestar reglur um meðferð séreignarsparnaðar en með þeim voru heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta fyrir séreignarsjóði sína í verðbréfum sama aðila rýmkaðar úr 10% í 20%.

Tekju- og lagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins undirbjó frumvarpið til flutnings á Alþingi. Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri tekju- og lagaskrifstofu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún vissi ekki til þess að frumvarpið hefði verið rætt með tilliti til þess að brot sem hugsanlega voru framin löngu fyrir bankahrunið yrðu gerð refsilaus með lagabreytingunni. Ástæðan fyrir því að heimildir til fjárfestinga í óskráðum félögum hefðu verið rýmkaðar, væru aðstæður á hlutabréfamarkaði.

Um mitt ár 2008 hefði verið ljóst að skráðum félögum hefði fækkað mjög og þeim hefði síðan fækkað enn við bankahrunið. Frumvarpið hefði reyndar gert ráð fyrir hækkun upp í 15% en þegar frumvarpið var til meðferðar hjá Alþingi hefði efnahags- og skattanefnd tekið tillit til ábendinga lífeyrissjóða um að nauðsynlegt væri að hækka hlutfallið enn frekar. Breytingar á ákvæðum um séreignarsjóði hefðu verið lengi í farvatninu og væri ætlað að koma á jafnræði milli lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsjóða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert