Skortur á aðstöðu hamlar tysabri-gjöf

Matthías Halldórsson
Matthías Halldórsson

Takmörkuð aðstaða og fjöldi lækna og hjúkrunarfræðinga kemur í veg fyrir að fleiri MS-sjúklingar fái meðferð með lyfinu tysabri, en ekki fjárskortur að sögn landlæknis. Ekki fengu jafn margir meðferðina í fyrra og áætlað var. Í dag hafa 45 byrjað meðferðina af þeim 50 sem gert var ráð fyrir að myndu fá lyfið í fyrra.

Að sögn Matthíasar Halldórssonar landlæknis er meðferðin bæði tímafrek og krefst viðveru lækna og/eða hjúkrunarfræðinga. „Þetta er smám saman að aukast en aðstaðan er ekki mjög góð. Þetta tekur þrjá klukkutíma fyrir hvern sjúkling og er heilmikið viðbótarálag á tauga sjúkdómadeild Landspítalans þar sem tysabri-meðferð tekur einn og hálfan dag í viku á deildinni.“

Hann segir þó unnið að því að bæta við meðferðartímum á deildinni, auk þess sem verið sé að hefja meðferð með tysabri á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Þetta er að aukast og þeir munu fá þetta sem talið er að hafi gagn af þessu,“ segir hann en bætir því við að meðferðin gagnist sjúklingum misvel.

Þá segir Matthías tiltölulega marga fá þessa meðferð hérlendis sé miðað við löndin í kringum okkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert