Tilfinningaríkur fundur

SPRON
SPRON

Fundur starfsmanna SPRON á Grand Hótel var mjög tilfinningaríkur, að sögn fundarmanna. Á fundinum útskýrði Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, fyrir starfsmönnum hvernig komið væri fyrir sjóðnum. Einnig þakkaði stjórn sjóðsins starfsfólki fyrir samstarfið.  

 „Þetta var tilfinningaríkt. Fólk var grátandi og stjórnin var klökk og þakkaði fyrir samstarfið. Þetta var í raun mjög átakanlegt," segir Ólafur Már Svavarsson, formaður starfsmannafélags SPRON. Aðrir fundarmenn sem mbl.is ræddi við tóku undir með Ólafi. Yfirtaka sjóðsins hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Starfsfólk var einnig mjög óánægt að þurfa að heyra hvernig komið væri fyrir sjóðnum í útvarpinu, en starfsfólk heyrði fyrst af yfirtökunni síðdegis í gær. „Fólk er bara slegið, það er ekkert öðruvísi," sagði fundarmaður.

Stærstur hluti starfsmanna SPRON mun missa vinnuna en hjá samstæðunni unnu um 180 manns. Öll útibú SPRON, nema útibúið í Borgartúni, verða lokuð á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert