Harma hvernig yfirtaka SPRON var kynnt

Fráfarandi stjórn SPRON segist í yfirlýsingu harma hvernig yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á sparisjóðnum var kynnt opinberlega af hálfu stjórnvalda þar sem örlögum sparisjóðsins og starfsmanna var lýst í beinni útsendingu af viðskiptaráðherra síðastliðinn laugardag án þess að stjórnendum væri fyrst gefið færi á því að greina starfsmönnum frá því hvað gerst hafði.  

Í yfirlýsingunni segir, að  fjármálafyrirtæki með jafn víðtæka þjónustu og SPRON geti ekki starfað eðlilega nema eiga greið viðskipti við Seðlabanka, sérstaklega í ljósi þess að ekki sé um virkan millibankamarkað að ræða. Þegar Seðlabankinn tilkynnti  Fjármálaeftirlitinu í síðustu viku að hann myndi ekki veita SPRON frekari fyrirgreiðslu hafi stjórn SPRON verið knúin til þess að fara þess á leit við Fjármálaeftirlitið að það taki yfir vald hluthafafundar SPRON hf. í samræmi við heimildir neyðarlaganna.

„Stjórn SPRON harmar þessi endalok sparisjóðsins sem hefur átt farsæla sögu í 77 ár og hefur aldrei í sögu sinni þurft að leita eftir aðstoð hins opinbera en hafi á hinn bóginn lagt ríkulega til samfélagsins með framlögum sínum til menningar- og góðgerðarmála allt frá stofnun," segir m.a. í yfirlýsingunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert