Loftbóluhagnaður og loftbóluarður

Atli Gíslason.
Atli Gíslason.

Atli Gíslason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagðist á Alþingi í dag hafa ástæðu til að ætla, að stór hluti arðgreiðslna í bankakerfinu undanfarin ár hefði stafað af því að viðskiptavild var hækkuð í bókhaldi upp í 30-50% af eigin fé. „Það er grafalvarlegt og rannsóknarefni," sagði Atli.  

Atli sagðist hafa á sínum tíma lært þá þumalputtareglu, að viðskiptavild væri reiknuð 10% af ársvelti. Bæði einkabankarnir og sparisjóðirnir hefðu  hins vegar hækkað þessa viðskiptavild í 30-50% á árunum 2002-2007, myndað þannig tekjur í bókhaldi og hækkað eigið fé sem síðan var grundvöllur lánstrausts.

„Þannig þeir skapað loftbóluhagnað og í kjölfarið loftbóluarðgreiðslur og loftbólu eigið fé sem þeir fengu síðan lánað út á. Þetta er auðvitað svindilbrask, eins og það var kallað hér í den. Þetta hafa sparisjóðirnir einnig gert og ég bið ríkisstjórnina að hafa það í huga, áður en hún reiðir fram 20% aðstoð við þá af eigin fé árið 2007, að skoða nákvæmlega hvernig eigið fé sparisjóðanna hefur þróast," sagði Atli.

Hann sagðist hafa lesið nýlega, að Byr sparisjóður hefði ákveðið að færa viðskiptavild niður  um 4 milljarða. Sagðist hann hafa sent rannnsóknarnefnd Alþingi og sérstökum saksóknara erindi þess efnis, að þetta verði skoðað sérstaklega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert