Starfsmenn Íslandspósts fái hækkanir

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði forsætisráðherra við utandagskrárumræður um arðgreiðslu HB-Granda á Alþingi í dag hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að starfsmenn Íslandspósts fengju umsamdar launahækkanir í ljósi hagnaðar fyrirtækisins í fyrra. Íslandspósti hafi verið gert að greiða arð til ríkissjóðs.

Jón gagnrýndi harðlega við umræðurnar þau ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að ákvörðun stjórnar HB Granda um að leggja til við hluthafafund að greiddur yrði arður til hluthafa, væri siðlaus. Spurði hann Jóhönnu hvort önnur lögmál giltu um fyrirtæki í eigu ríkisins en einkafyrirtæki.

Vísaði hann til þess að Íslandspóstur hefði skilað 78 milljónum kr. í hagnað í fyrra. Ríkissjóður hafi látið Íslandspóst greiða arð í ríkissjóð, sem væri svipað hlutfall og arðgreiðsla sú sem stjórn HB Granda hefur lagt til að greidd verði hluthöfum. Spurði hann Jóhönnu hvort hún ætlaði ekki að beita sér fyrir því að starfsmenn Íslandspóst fái umsamdar launahækkanir vegna hagnaðar Íslandspósts.

Jóhanna svaraði ekki spurningu þingmannsins við umræðurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert