Besta mjólkin í Þingeyjarsýslu

Ekki geta allar kýr verið verlaunakýr - nema þá kannski …
Ekki geta allar kýr verið verlaunakýr - nema þá kannski þær Þingeysku Rax / Ragnar Axelsson

Þingeyska kúamjólkin virðist vera sú besta á landinu, ef marka má verðlaun sem kúabændum voru veitt í síðustu viku fyrir úrvalsmjólk. Mjólkin þarf að uppfylla ákveðna gæðastaðla til að geta talist af úrvalstegund, en af 746 kúabúum í landinu stóðust 32 gæðakröfurnar.

Gæðakröfurnar eru nánar tiltekið þær að margfeldismeðaltal frumutölu fari ekki yfir 220.000 í hverjum mánuði og að margfeldismeðaltal líftölu fari ekki yfir 40.000 í hverjum mánuði. Standist mjólkuframleiðendur þetta í heilt almanaksár telst mjólkin þeirra vera af bestu gerð og eru verðlaunin veitt til að viðurkenna þá framleiðslu.

Á fréttasíðu Þingeyjarsveitar kemur fram að af þeim 32 kúabúum sem uppfylltu gæðamatið voru 18 á norðausturlandi og þar af hvorki meira né minna en 10 í Þingeyjarsýslu og má því leiða að því líkum að besta mjólkin á landinu fáist þaðan.

Eftirtaldir kúabændur stóðust kröfur fyrir úrvalsmjólk í Þingeyjarsýslu.
 
Fagranesbúið                          Fagranesi
Félagsbúið Hjarðarbóli            Hjarðarbóli
Félagsbúið Arndísarstöðum    Arndísarstöðum
Ólafur og Friðrika                    Bjarnarstöðum
Ingvar og Bergljót                    Halldórsstöðum
Ingjaldsstaðabú ehf.                Ingjaldsstöðum
Kristján og Hrefna                   Árlandi
Baldvin og Sigurborg              Engihlíð
Sigtryggur Garðarsson           Reykjavöllum
Jón Helgi og Unnur                 Víðiholti

Eftirtalin kúabú í Eyjafirði fengu verðlaun fyrr úrvalsmjólk 2008

Jóhann Tryggvason                 Vöglum
Félagsbúið Espihóli                  Espihóli
Félagsbúið Villingadal              Villingadal
Hlynur og Linda                        Akri
Leifur og Þórdís                        Klauf
Þríhyrningur ehf.                       Þríhyrningi
Gunnsteinn og Dagbjört           Sökku
Sveinn og Steinunn Elfa           Melum

Verðlaunahafar í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði fyrir úrvalsmjólk 2008
Verðlaunahafar í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði fyrir úrvalsmjólk 2008 mbl.is/Guðmundur Steindórsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert