Meirihluti á Alþingi fyrir ESB ólíklegur

Margir komu á fundinn í HR til að hlusta á …
Margir komu á fundinn í HR til að hlusta á umræðurnar. Háskólinn í Reykjavík

Er Íslandi betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins (ESB), var yfirskrift fjölsótts fundar í Háskólanum í Reykjavík í dag. Björn Bjarnason alþingismaður og Þorsteinn Pálsson ritstjóri voru frummælendur. Björn var andvígur aðildarumsókn en Þorsteinn fylgjandi.

Björn kvaðst telja Íslandi best borgið í samstarfi við ESB sem byggist á samningum um EES og Schengen. Hann hefur einnig fært rök fyrir því að semja eigi við ESB um myntsamstarf sem þriðju stoð þessa samstarfs. Þorsteinn kvaðst vilja sækja um aðild að ESB og taldi að með aðild fengjum við stærra og stöðugra efnahagsumhverfi en við búum nú við.

Björn benti á að meirihluta á Alþingi þyrfti til þess að sækja um aðild að ESB. „Þessi meirihluti er ekki fyrir hendi og verður mjög ólíklega fyrir hendi að loknum kosningum sem fara fram 25. apríl,“ sagði Björn. 

Þorsteinn sagði m.a. brýnt að tekin verði afstaða til efnahagslegra sjónarmiða sem ráða muni miklu um afkomu okkar á næstu árum. Íslenska krónan sé ekki samkeppnishæf og við þurfum samkeppnishæfa mynt. 

Þetta var fyrsti fundur af þremur í fundaröð um málefni Evrópusambandsins, en Háskólinn í Reykjavík hefur kennslu í meistaranámi í Evrópufræðum  næsta haust.

Frétt HR um fundinn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert