Gátu sparað 444 milljónir

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Innistæður opinberra stofnana, tryggingafélaga og fjárfestingarfélaga á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi nema um 150 milljörðum íslenskra króna. Þar af gætu fallið um 444 milljónir króna á Tryggingasjóð innistæðueigenda. Íslensk stjórnvöld nýttu ekki heimild í EES-samningunum til að undanþiggja þennan hluta innlánanna ábyrgð sjóðsins.

Morgunblaðið hefur með atbeina úrskurðarnefndar um upplýsingamál fengið afrit af yfirliti sem skilanefnd Landsbankans útbjó fyrir viðskiptaráðuneytið vegna samninga við Breta og Hollendinga um uppgjör Icesave-reikninganna.

Fram kemur að 114 reikningar í Bretlandi og 28 í Hollandi eru skilgreindir sem heildsöluinnlán. Þar er væntanlega átt við innlán sem fallið gætu undir viðauka með tilskipun ESB um innlánstryggingar þar sem tíundaðar eru þær stofnanir og fyrirtæki sem ríki geta firrt sig ábyrgð lá. Þá heimild nýttu Bretar og Hollendingar en ekki Norðurlöndin.

Eftir að ábending kom frá Samtökum fjármálafyrirtækja ákvað Jón Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, að skipa nefnd til að fara yfir málið. Nefndin var þó ekki skipuð fyrr en eftir stjórnarskipti vorið 2007 og þá af nýjum ráðherra, Björgvini G. Sigurðssyni.

Samkvæmt upplýsingum Þorfinns Ómarssonar, upplýsingafulltrúa í viðskiptaráðuneytinu, skilaði nefndin tillögum í frumvarpsformi í byrjun síðasta árs. Þá hefði hins vegar ástandið verið orðið þannig að ekki hefði verið talið ráðlegt að gera þessa lagabreytingu. Hún hefði getað dregið enn frekar úr aðgengi bankanna að lánsfé og hugsanlega leitt til þess að gert yrði áhlaup á innistæður í erlendum útibúum. Þannig var talið að lagabreytingin hefði snúist upp í andhverfu sína og valdið tjóni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert