Vilja jarðgöng undir Fjarðarheiði

Fjarðarheiði er oft talsverður farartálmi á vetrum.
Fjarðarheiði er oft talsverður farartálmi á vetrum. mbl.is/Steinunn

Fjórir þingmenn Norðausturkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að hafin verði nú þegar undirbúningur að gerð jarðganga undir Fjarðarheiði.

Vilja þingmennirnir að rannsóknum og undirbúningi verði lokið í tæka tíð til að hægt verði að hefja framkvæmdir í beinu framhaldi af Norðfjarðargöngum eða ekki síðar en sumarið 2011.

Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en meðflutningsmenn eru Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingar, Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks og Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert