10 þúsund krefjast ókeypis tannlækninga fyrir börn

mbl.is/Kristinn

Yfir 10 þúsund manns hafa nú skráð sig í hóp á samskiptavefnum Facebook þar sem krafist er ókeypis tannlækninga fyrir börn. Segja forsvarsmenn hópsins, að á Norðurlöndum sé þjónusta tannlækna ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára en ekki hér á landi.

„Hér þurfa foreldrar að borga allt að 50% af kostnaði við tannlækningar barna sinna. Sem veldur því aftur að tannheilsa barna hér er ein sú versta á Norðurlöndunum. Tannréttingar eru sér kapítuli. Foreldrar fá fasta greiðslu frá ríkinu í styrk, allt að 250.000 kr. En tannréttingar kosta að meðaltali um 900.000 kr. og geta hlaupið á milljónum," segir m.a. á vefnum.

Vefsíðan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert