Síldveiðar leyfðar á ný í Friðarhöfn

Unnið við rannsóknir á síld í Vestmannaeyjahöfn í dag.
Unnið við rannsóknir á síld í Vestmannaeyjahöfn í dag. mbl.is/Sigurgeir
Sjávarútvegsráðuneytið gerir ekki athugasemdir við að síldveiðum verið haldið áfram til að hreinsa Friðarhöfn í Vestmannaeyjum. Ráðuneytið hefur sent erindi til hafnaryfirvalda í Eyjum þar sem greint er frá þessu með vísan í erindi sem Hafrannsóknastofnunin sendi til ráðuneytisins eftir könnun á magni og ástandi síldarinnar í gær.

Í Vestmannaeyjum er verið að kanna aðstæður í botni hafnarinnar þar sem mun erfiðara er fyrir nótaskip að athafna sig en þar sem áður var veitt í höfninni. Veiðar munu því hefjast í fyrsta lagi á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert