Launahækkun hjá Frostfiski

mbl.is/Þorkell

Framkvæmdastjórn Frostfisks ehf. hefur ákveðið að veita starfsfólki fyrirtækisins umsamda 3,5% launahækkun frá og með 1. mars sl. þrátt fyrir samkomulag SA og ASÍ um hið gagnstæða.

Með þessari samþykkt vill Frostfiskur umbuna sínu frábæra starfsfólki og þakka því fyrir vel unnin störf, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Hjá Frostfiski vinna um 135 manns. Síðasta ár var metár í framleiðslu hjá Frostfiski og stefnir í að árið 2009 slái fyrra met.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert