Vindhraðinn í 46 metra

Stórhríð er á norður- og Austurlandi.
Stórhríð er á norður- og Austurlandi. mbl.is/Helgi Garðarsson

Vindhraðinn fór upp í 46 metra á sekúndu í nótt þegar plötur fuku af gróðurhúsum gróðrarstöðvarinnar Barra á Valgerðarstöðum í Fellum. Þakplötur úr plasti fuku af báðum gróðurhúsunum, sem þar eru, þrjár af öðru og 14 af hinu. Björgunarsveit var kölluð út vegna foksins.

Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri Barra, sagði að veðrið hefði skollið á um klukkan hálf fjögur í nótt. Samkvæmt veðurmæli á stöðinni hefði vindhraðinn farið upp í 46 metra á sekúndu og ekki farið undir 32 metra á sekúndu í um þrjár stundir. 

„Það stenst ekkert svona veður," sagði Skúli. Plötur fuku af gróðurhúsunum í febrúar á síðasta ári þegar þau voru nýbyggð. Í kjölfarið voru húsin styrkt og áttu að þola „venjuleg óveður".

Skúli sagði, að um 10% af plötunum hefðu fokið af öðru húsinu. Nýlega verið plantað trjáplöntum þar  en vonast væri til að græðlingarnir hefðu ekki skemmst. Áætlaði Skúli að tjónið næmi um 1,5 milljónum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert