Fjöldinn sem þarf greiðsluaðlögun vanmetinn

„Ég held að undir þessum kringumstæðum muni þúsundir manna láta reyna á hvort þeir geti fengið greiðsluaðlögun,“ segir Eiríkur Elís Þorláksson hæstaréttarlögmaður. Hann segir að þessi fjöldi sé stórlega vanmetinn af Alþingi, sem í gær afgreiddi lög um þetta nýja úrræði.

Í greinargerð með frumvarpinu er miðað við að fjöldinn sem sæki um verði 100-200 manns. Þá er gert ráð fyrir að fólk fái í umsóknarferlinu ókeypis aðstoð hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem fái „jafnvel allt að þrjá [nýja starfsmenn] ef spurn eftir þjónustunni verður mjög mikil,“ eins og segir í greinargerð.

„Það tekur fjóra mánuði að fá eitt viðtal á ráðgjafarstofunni, en þessi lög eru sett til að mæta brýnni þörf mjög fljótt. Þau gera ráð fyrir mjög skömmum frestum. Lögin ná þess vegna ekki markmiði sínu ef fólk þarf að bíða hjá ráðgjafarstofunni í nokkra mánuði áður en ferlið fer í gang,“ segir Eiríkur. Eigi ráðgjafarstofan ein að veita skuldurum þessa aðstoð sé það ávísun á langar biðraðir og tilheyrandi niðurlægingu fyrir skuldara. Að óbreyttu sé mikið klúður í uppsiglingu. Eðlilegra sé að aðrir en ráðgjafarstofan fái að veita aðstoð svo lögin nái upphaflegu markmiði sínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert