Vilja sitja fram að kosningum

Mikill ágreiningur er í stjórnarskrárnefnd en frumvarp um breytingar á stjórnarskrá var afgreitt í aðra umræðu í dag.  Stjórnarþingmenn eru reiðir og hneykslaðir á Sjálfstæðismönnum sem ætluðu fyrst ekki samþykkja afbrigði í gær  til að hægt væri að afgreiða lög um hert gjaldeyrishöft nema að hafa áhrif á afgreiðslu frumvarps um stjórnarskrárbreytingar.  

Stjórnarskrárfrumvarpið hefur tekið miklum breytingum en helsti ágreiningurinn er málshraðinn og stjórnlagaþingið. Sjálfstæðismenn hafa talað fyrir því að þingið verði ráðgefandi fyrir Alþingi og niðurstaða þess því ekki endanleg afgreiðsla í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bæði Atli Gíslason Vinstri grænum og Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki saka Sjálfstæðisflokkinn um að óttast það að færa völd til þjóðarinnar. Atli segir að stjórnarþingmenn séu tilbúnir að sitja fram að kosningum ef þess þurfi til að afgreiða brýn mál úr þinginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert