Sætta sig ekki við að vera annars flokks borgarar

Íbúar Rangárvallasýslu sætta sig ekki við að vera annars flokks borgarar líkt og gerist ef heilbrigðisráðherra samþykkir að dregið verði úr öryggisþjónustu við íbúa Rangárvallasýslu með því að leggja niður vakt sjúkrabifreiðar á Hvolsvelli um helgar og eftir klukkan 16 á virkum dögum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun sem sveitarstjórnir Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps, samþykktu á fundi sínum í dag.

Á fundi sveitarstjórnarmanna var farið yfir hugmyndir stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um skerta þjónustu sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert