98% aukning í erlendri greiðslukortaveltu

Erlend greiðslukortavelta jókst um 98% hér á landi fyrstu tvo mánuði ársins, samanborið við sömu mánuði árið áður. Á sama tímabili fjölgaði gistinóttum útlendinga á landinu afar lítið. 

Hjá Hagstofu Íslands fengust þær upplýsingar að skýringin væri líklega sú að útlendingar eyddu meira hér á landi en þó bæri að athuga að um nafnhækkun greiðslukortaveltu væri að ræða en ekki raunhækkun. Ekki sé búið að taka tillit til þess að á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs en væri gert ráð fyrir því í útreikningunum væri raunaukning erlendrar greiðslukortaveltu í kringum 60%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert