Í gæsluvarðhaldi til 14. apríl

Belginn heitir Gilles Romain Catherine Claessens.
Belginn heitir Gilles Romain Catherine Claessens.

Belgískur karlmaður sem reyndi innflutning á fíkniefnum til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. apríl nk. Maðurinn sem var á flótta frá lögreglu faldi sig í kjallara í Keflavík og reyndi að koma þar niður efnunum, en án árangurs. Maðurinn sem er í haldi lögreglu hefur hann ekki skilað af sér neinum fíkniefnum.

Maðurinn sem var á flótta undan lögreglunni aðfaranótt föstudags er nú í haldi lögreglu. Beðið er eftir að hann skili af sér fíkniefnum sem hann ber innvortis. Sömu nótt var reynt að brjótast inn í hraðbanka frá Sparisjóði Keflavíkur, sem staðsettur er í þjónustukjarna Lang-bests og Samkaupa á Vallarheiði. Óvíst er með tengsl málanna en lögregla óskar eftir vitnum.

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að maðurinn hafi brotist inn í kjallara í Keflavík og gengið þar örna sinna á gólfið. Líklegt er talið að hann hafi verið að reyna nálgast fíkniefnin. Maðurinn hélt þar við í einhvern tíma, skv. upplýsingum frá lögreglu. Honum var náð í morgunsárið, þá í miðbæ Keflavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert