Olíufélögin dæmd til að greiða Vestmannaeyjabæ

Merki olíufélagana eins og þau voru þegar rannsókn hófst á …
Merki olíufélagana eins og þau voru þegar rannsókn hófst á samráðinu. mbl.is/Júlíus

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Ker ehf., Skeljung ehf. og Olíuverzlun Íslands hf. til að greiða Vestmannaeyjabæ óskipt 10 milljónir kr. auk vaxta í skaðabætur vegna ólöglegs samráðs. Þá skulu félögin greiða bænum 1250 þúsund krónur í málskostnað.

Vestmannaeyjabær krafðist skaðabóta vegna tjóns sem hafði hlotist í kjölfar útboðs vegna eldsneytiskaupa í apríl árið 1997 þar sem olíufélögin höfðu haft með sér samráð við gerð tilboða. 

Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að olíufélögin hefðu haft með sér samráð í útboðinu. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti niðurstöðuna.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að olíufélögin hafi komið í veg fyrir að Vestmannaeyjabæ yrði boðið verð sem ákveðið hafi verið á eðlilegum forsendum. „Verð sem eitthvert félaganna hefði verið reiðubúið til að sætta sig við að reiknuðum kostnaði við að veita þjónustuna og þeim hagnaði sem viðkomandi vildi hafa af viðskiptunum. Má telja að tjón stefnanda sé í raun meira en sá hagnaður sem stefndu hafa af samráðinu,“ segir í dómi héraðsdóms.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert