Ódýrara að veita námslán áfram

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands Ómar Óskarsson

Kosta myndi sveitarfélögin um 4,68 milljarða kr. að veita 13 þúsund stúdentum fjárhagsaðstoð yfir sumartímann. Kostnaður við að hafa 13 þúsund námsmenn á námslánum væri um 3,9 milljarðar kr. sem síðar fást endurgreiddir með vöxtum og verðbótum. Þetta kemur fram í bréfi Stúdentaráðs HÍ til ráðherra.

Stúdentaráðið óskar þess að komið verði á sumarönnum við Háskóla Íslands, helst með tilheyrandi kennslu, en til vara með fjarnámi og ágústprófum.

„Samkvæmt könnun sem Stúdentaráð Háskóla Íslands gerði á dögunum blasir atvinnuleysi við tæplega 13.000 námsmönnum í sumar. Fái þessir stúdentar ekki tækifæri á sumarnámi eiga þeir ýmist rétt á atvinnuleysisbótum eða fjárhagsaðstoð frá sínu sveitarfélagi.

Í dag eru atvinnuleysisbætur um 150.000 kr. á mánuði eða 50% hærri en grunnframfærsla námslána. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er á bilinu 115.000-120.000 á mánuði eða 15-20% hærri en grunnframfærsla námslána. Það myndi því kosta sveitarfélögin um 4,68 milljarða að veita 13.000 stúdentum fjárhagsaðstoð yfir sumartímann. Kostnaður við að hafa 13.000 námsmenn á námslánum væri um 3,9 milljarðar sem síðar fást endurgreiddir með vöxtum og verðbótum,“ segir í bréfi Stúdentaráðs.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert