Engir kokteilpinnar

Íslenskir stjórnmálamenn vanmeta utanríkisþjónustuna og telja að hana væri réttast að skera niður við trog og reka þá kokteilpinna sem þar eru. Þetta sagði Kristrún Heimisdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi um skýrslu bresku fjárlaganefndarinnar um hryðjuverkalögin. Hún segir niðurstöðu skýrslunnar ekki tilviljun.

Kristrún sem var aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í ráðherratíð hennar segir íslensku utanríkisþjónustuna hafa unnið þrekvirki í fyrrahaust og skorar á Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að birta gögn opinberlega sem varpað geti ljósi á það. Þá sagði hún að margt misviturlegt hefði verið sagt um hvernig haldið hafi verið á málum í fyrri ríkisstjórn og nefndi sem dæmi hvernig fjallað var um samskipti Árna M. Mathiesen og Alistairs Darling. Sjá MBl sjónvarp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert