Allt upp á borðinu hjá VG og Frjálslyndum

„Við vorum með þær reglur áður en lögin voru sett að gefið væri upp hvaðan öll fjárframlög umfram 500 þúsund kæmi,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastýra Vinstri Grænn. 

„Árið 2006 var aðeins um eitt slíkt tilvik að ræða og það var einnar milljón króna framlag frá Samvinnutryggingum,“  segir Drífa og bendir á að VG hafi ávallt hafi sitt bókhald opið og aðgengilegt á vefnum. 

Hjá Magnúsi Reyni Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, fengust þær upplýsingar að flokkurinn hefði ekki fengið nein fjárframlög frá FL Group á árinu 2006. Segir hann ársreikninga flokksins aðgengilega á vefnum, en ekki eru birtar upplýsingar um hvaðan fjárframlög komi, en þakið á fjárframlögum hafi fyrir gildistöku laganna um fjárreiður flokkanna verið hálf milljón. Á ársreikningum Frjálslynda flokksins fyrir árið 2006 kemur fram að heildarframlög einstaklinga og fyrirtækja til flokksins það ár hafi numið 3,6 milljónum króna. 

Á vef Ríkisendurskoðunar má sjá að FL Group styrkti hvorki Sjálfstæðisflokkinn né Frjálslynda flokkinn árið 2007, þ.e. árið eftir hina meintu stóru styrkveitingu fyrirtækisins til Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar fengu Samfylkingin, VG, Framsóknarflokkurinn og Íslandshreyfingin öll 300 þúsund króna hámarksstyrk frá FL Group árið 2007.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert