Framkvæmdir við samgöngumiðstöð geti hafist í ár

Kristján Möller og Hanna Birna Kristjánsdóttir undirrituðu samkomulagið í morgun.
Kristján Möller og Hanna Birna Kristjánsdóttir undirrituðu samkomulagið í morgun.

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Kristján Möller samgönguráðherra undirrituðu í morgun minnisblað vegna undirbúnings framkvæmda við fyrsta áfanga samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni. Fram kemur í fréttatilkynningu að vonir standi til þess að framkvæmdir við fyrsta áfangann geti hafist á þessu ári.

Einnig var undirritað samkomulag um að skipa samráðsnefnd á vegum ríkis og Reykjavíkurborgar um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

„Þetta er búið að vera í talsvert langri vinnu á milli ríkis og borgar í langan tíma en nú er komið að því að setja tímaviðmið og fara að klára hlutina og okkur hjá Reykjavíkurborg finnst ótrúlega mikilvægt að gera það, sérstaklega við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi, að við getum tryggt þessa framkvæmd og hún hefjist, eins og samgönguráðherra hefur sagt, sem allra fyrst og vonandi á þessu ári,“ sagði Hanna Birna þegar minnisblaðið var undirritað.

„Ég tek heilshugar undir það sem borgarstjóri sagði, það er mikilvægt að geta gert þetta núna,“ sagði Kristján. „Þegar ég las gamalt samkomulag frá 2005 þá hugsaði ég með mér „Það var nú bara ágætt að þetta fór ekki í gang á 2007-tímanum“ og þá var kannski bara ágætt að þetta væri ekki komið lengra en núna vegna þess að nú erum við öll, fulltrúar hins opinbera, að leita að verkum til að setja í framkvæmd og skapa vinnu. Ekki veitir af á þessum erfiðleikatímum, sérstaklega hér á höfuðborgasvæðinu þar sem atvinnuleysið er mest. “

Fyrsti áfangi samgöngumiðstöðvar

Í minnisblaðinu kemur fram að framkvæmdir við samgöngumiðstöð eru mikilvægt innlegg opinberra aðila til að skapa atvinnu við núverandi efnahagsaðstæður. Hlutverk samgöngumiðstöðvar er mikilvægt, hvort sem innanlandsflugvöllur verður áfram í Vatnsmýrinni eða ekki, enda er samgöngumiðstöð ætlað að hýsa alla samgöngustarfsemi í Vatnsmýrinni til framtíðar. Gerðar hafa verið breytingar á samgöngumiðstöðinni og hún aðlöguð að breyttum efnahagsaðstæðum og færri farþegum en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun.

Flugstoðir ohf. munu reisa fyrsta áfanga samgöngumiðstöðvar. Staðsetning hennar verður í samræmi við svokallaðan austurvalkost, en unnið hefur verið að skipulagsmálum og fleiri þáttum honum tengdum í nokkurn tíma. Ríkið og Reykjavíkurborg munu hafa með sér makaskipti á lóðum þannig að ríkið afhendir Reykjavíkurborg jafn verðmætt land í eigu ríkisins gegn lóð Reykjavíkurborgar þar sem samgöngumiðstöð rís. Stefnt er að því að niðurstaða varðandi alla þætti liggi fyrir svo fljótt sem verða má þannig að framkvæmdir við fyrsta áfanga samgöngumiðstöðvar geti hafist á þessu ári.

„Ég á enga ósk heitara en að okkur takist að sigla þessu farsællega upp sem við ætlum okkur og við getum þá upplifað það í lok næsta árs að taka í notkum samgöngumiðstöð hér við Reykjavíkurflugvöll,“ sagði Kristján jafnframt á fundinum.

Í samræmi við minnisblað borgarstjóra og samgönguráðherra dags. 11. febrúar 2005 munu samgönguyfirvöld loka NA/SV flugbraut á Reykjavíkurflugvelli en við það skapast svæði til annarra nota, meðal annars fyrir samgöngumiðstöð.  Í samræmi við sama minnisblað er ítrekað að samgönguráðherra og borgarstjóri eru sammála um að með byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni sé ekki verið að taka afstöðu til framtíðar Reykjavíkurflugvallar.

Samkomulag um samráðsnefnd um málefni Reykjavíkurflugvallar

Borgarstjóri og samgönguráðherra skrifuðu einnig undir samkomulag um samráðsnefnd um málefni Reykjavíkurflugvallar. Hlutverk samráðsnefndarinnar er að vera samráðsvettvangur ríkis og borgar um framtíðarstaðsetningu flugvallarins. Nefndinni er sérstaklega ætlað að fylgja eftir þeim aðgerðum sem lagðar voru til af samráðsnefnd um skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar undir stjórn Helga Hallgrímssonar.


Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/ÞÖK
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nagdýrið líklega með spínatinu

Í gær, 23:33 Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Meira »

Íbúum verði ekki mismunað eftir hverfum

Í gær, 22:27 Sjálfstæðismenn vilja að afgreiðslutími sé lengdur í öllum sundlaugum í Reykjavík, ekki bara sumum líkt og borgarráð samþykkti fyrr í haust. Tillögu þessa efnis var vísað til fjárhagsáætlanagerðar næsta árs á borgarstjórnarfundi í vikunni. Meira »

Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

Í gær, 22:25 „Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess að mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd.“ Meira »

11 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 21:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp 11 mánaða fangelsisdóm yfir manni á fimmtugsaldri fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalögum. Þá verður maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

„Ég stóð varla í fæturna“

Í gær, 21:30 Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman. Meira »

Djúp lægð á leiðinni

Í gær, 20:35 Mikil úrkoma var á sunnanverðum Austfjörðum og á Ströndum í dag. Það er haustveður í kortunum en djúp lægð er á leið í átt til landsins og má búast við stormi á laugardaginn. Meira »

Ungir vísindamenn í víking

Í gær, 20:00 Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet og Vífill Harðarson halda í lok vikunnar til Tallinn þar sem þau taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Þau sigruðu í landskeppni ungra vísindamanna sem fór fram í Háskóla Íslands í vor. Meira »

Fresta landsfundi til næsta árs

Í gær, 20:28 Ákveðið var á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins í dag að fresta landsfundi flokksins þar til í byrjun næsta árs. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Rákust saman í háloftunum

Í gær, 19:40 Tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum í íslenskri lofthelgi fyrir um tveimur vikum. Atvikið átti sér stað í um 3.000 feta hæð vestan við Langjökul 5. september og er málið til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Meira »

Stöðvuðu för bílaþjófs

Í gær, 19:10 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra stöðvaði för bílaþjófs í grennd við Bústaðaveg fyrr í kvöld. Vitni segist hafa séð lögreglubíl og bíl sérsveitarinnar aka á eftir bílnum í forgangsakstri og að annarri lögreglubifreiðinni hafi verið ekið utan í bílinn. Meira »

Fjárskortur hjá Kvenfélagasambandinu

Í gær, 18:45 Kvenfélagasamband Íslands hefur þurft að segja upp báðum starfsmönnum sínum vegna fjárskorts. Við þurftum því að grípa til uppsagna áður en að það kæmi að því að við hefðum ekki efni á að borga launin,“ segir Bryndís Ásta Birgisdóttir, gjaldkeri sambandsins. Meira »

Íslendingur fær 35 milljónir í Víkingalottó

Í gær, 18:35 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en tæpir þrír millj­arðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Tveir hlutu hins vegar ann­an vinn­ing, sem var tæpar 35 milljónir króna og er annar þeirra búsettur hér á landi. Meira »

Fær afhent gögn úr eineltisskýrslu

Í gær, 18:31 Lögreglukona hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fær aðgang að hluta af gögnum úr sálfræðilegri greinargerð sem embættið lét útbúa eftir kvörtun konunnar um meint einelti í sinn garð. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Meira »

„Það er allt í hers höndum“

Í gær, 17:50 „Ástandið er eins og Franco hefði komið og tekið yfir. Það er allt í hers höndum. Þeir loka fyrirtækjum og nú [fyrr í dag] er Katalóníutorg fullt af fólki,“ segir Jón Arason, sem er búsettur skammt fyrir utan Barcelona. Meira »

„Vítavert gáleysi“ af hálfu hinnar látnu

Í gær, 17:32 Maðurinn ungi, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð við Jökulsárlón árið 2015, neitar því að bera ábyrgð á andláti konunnar. Segir hann konuna hafa sýnt gáleysi. Meira »

Vinnur úr áföllum og sorg með listsköpun

Í gær, 18:20 Kolbrúnu Hörpu Kolbeinsdóttur er margt til lista lagt. Hún semur ljóð, skrifar sögur, skreytir kerti, þýðir og býr til gullkorn og margt fleira. Hún notar listsköpun til að tjá tilfinningar sínar og vinna úr áföllum sem hún hefur lent í. Meira »

Vestfirðingar fá að ræða við ráðamenn

Í gær, 17:40 „Þetta er fyrst og fremst tækifæri fyrir Vestfirðinga til þess að ræða við ráðamenn um þessi mikilvægustu uppbyggingarmál,“ segir Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, um borgarafundinn sem haldinn verður næstkomandi sunnudag. Meira »

Stórt skref í erfðaráðgjöf

Í gær, 17:02 Íslensk erfðagreining greindi frá nýrri rannsókn í dag sem fjallar um áhrif aldurs foreldra á stökkbreytingar í börnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að með rannsókninni séu hann og samstarfsmenn hans að færa heiminum nokkuð gott tæki til að nota í erfðaráðgjöf. Meira »
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í 203 Kópavogi. 32m2 með...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...