Framkvæmdir við samgöngumiðstöð geti hafist í ár

Kristján Möller og Hanna Birna Kristjánsdóttir undirrituðu samkomulagið í morgun.
Kristján Möller og Hanna Birna Kristjánsdóttir undirrituðu samkomulagið í morgun.

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Kristján Möller samgönguráðherra undirrituðu í morgun minnisblað vegna undirbúnings framkvæmda við fyrsta áfanga samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni. Fram kemur í fréttatilkynningu að vonir standi til þess að framkvæmdir við fyrsta áfangann geti hafist á þessu ári.

Einnig var undirritað samkomulag um að skipa samráðsnefnd á vegum ríkis og Reykjavíkurborgar um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

„Þetta er búið að vera í talsvert langri vinnu á milli ríkis og borgar í langan tíma en nú er komið að því að setja tímaviðmið og fara að klára hlutina og okkur hjá Reykjavíkurborg finnst ótrúlega mikilvægt að gera það, sérstaklega við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi, að við getum tryggt þessa framkvæmd og hún hefjist, eins og samgönguráðherra hefur sagt, sem allra fyrst og vonandi á þessu ári,“ sagði Hanna Birna þegar minnisblaðið var undirritað.

„Ég tek heilshugar undir það sem borgarstjóri sagði, það er mikilvægt að geta gert þetta núna,“ sagði Kristján. „Þegar ég las gamalt samkomulag frá 2005 þá hugsaði ég með mér „Það var nú bara ágætt að þetta fór ekki í gang á 2007-tímanum“ og þá var kannski bara ágætt að þetta væri ekki komið lengra en núna vegna þess að nú erum við öll, fulltrúar hins opinbera, að leita að verkum til að setja í framkvæmd og skapa vinnu. Ekki veitir af á þessum erfiðleikatímum, sérstaklega hér á höfuðborgasvæðinu þar sem atvinnuleysið er mest. “

Fyrsti áfangi samgöngumiðstöðvar

Í minnisblaðinu kemur fram að framkvæmdir við samgöngumiðstöð eru mikilvægt innlegg opinberra aðila til að skapa atvinnu við núverandi efnahagsaðstæður. Hlutverk samgöngumiðstöðvar er mikilvægt, hvort sem innanlandsflugvöllur verður áfram í Vatnsmýrinni eða ekki, enda er samgöngumiðstöð ætlað að hýsa alla samgöngustarfsemi í Vatnsmýrinni til framtíðar. Gerðar hafa verið breytingar á samgöngumiðstöðinni og hún aðlöguð að breyttum efnahagsaðstæðum og færri farþegum en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun.

Flugstoðir ohf. munu reisa fyrsta áfanga samgöngumiðstöðvar. Staðsetning hennar verður í samræmi við svokallaðan austurvalkost, en unnið hefur verið að skipulagsmálum og fleiri þáttum honum tengdum í nokkurn tíma. Ríkið og Reykjavíkurborg munu hafa með sér makaskipti á lóðum þannig að ríkið afhendir Reykjavíkurborg jafn verðmætt land í eigu ríkisins gegn lóð Reykjavíkurborgar þar sem samgöngumiðstöð rís. Stefnt er að því að niðurstaða varðandi alla þætti liggi fyrir svo fljótt sem verða má þannig að framkvæmdir við fyrsta áfanga samgöngumiðstöðvar geti hafist á þessu ári.

„Ég á enga ósk heitara en að okkur takist að sigla þessu farsællega upp sem við ætlum okkur og við getum þá upplifað það í lok næsta árs að taka í notkum samgöngumiðstöð hér við Reykjavíkurflugvöll,“ sagði Kristján jafnframt á fundinum.

Í samræmi við minnisblað borgarstjóra og samgönguráðherra dags. 11. febrúar 2005 munu samgönguyfirvöld loka NA/SV flugbraut á Reykjavíkurflugvelli en við það skapast svæði til annarra nota, meðal annars fyrir samgöngumiðstöð.  Í samræmi við sama minnisblað er ítrekað að samgönguráðherra og borgarstjóri eru sammála um að með byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni sé ekki verið að taka afstöðu til framtíðar Reykjavíkurflugvallar.

Samkomulag um samráðsnefnd um málefni Reykjavíkurflugvallar

Borgarstjóri og samgönguráðherra skrifuðu einnig undir samkomulag um samráðsnefnd um málefni Reykjavíkurflugvallar. Hlutverk samráðsnefndarinnar er að vera samráðsvettvangur ríkis og borgar um framtíðarstaðsetningu flugvallarins. Nefndinni er sérstaklega ætlað að fylgja eftir þeim aðgerðum sem lagðar voru til af samráðsnefnd um skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar undir stjórn Helga Hallgrímssonar.


Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/ÞÖK
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tékklistar og hagnýt húsráð

16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Aðskotahlutur olli rafmagnsleysinu

15:42 Orsök rafmangsleysisins sem varð á Austurlandi í kringum miðnætti í gær virðist vera sú að aðskotahlutur hafi fokið á teinrofa í tengivirki fyrir Eyvindarárlínu 1. Meira »

Mjög dregið úr brottkasti

15:08 Mjög hefur dregið úr brottkasti á liðnum árum segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Facebook-síðu sinni. Vísar hún þar til funda sem hún hefur átt í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um brottkast og vigtunarmál með ráðuneytisstarfsmönnum, forstjóra Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu þar sem fram hafi komið að allar rannsóknir bentu til þess að dregið hafi mjög úr. Meira »

Holtavörðuheiði gæti opnast síðar í dag

15:07 Búist er við því að Holtavörðuheiði verði opnuð síðar í dag. Reiknað er með því að Öxnadalsheiði verði ekki opnuð fyrr en í fyrramálið. Fjallvegir á Norðausturlandi verða líklega ekki opnaðir fyrr en líður á morguninn en samkvæmt veðurspá mun veðrið ekki ganga niður að ráði fyrr en með morgni. Meira »

Flýði lögregluna og ók á hús

14:38 Karlmaður á þrítugsaldri missti stjórn á bifreið sinni þegar hann reyndi að flýja lögregluna og ók á gamla Austurbæjarbíó í Reykjavík. Ökumaðurinn og farþegi voru í kjölfarið handteknir. Grunur var um að ökumaðurinn væri undir stýri eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Meira »

Mál Aldísar verður endurflutt

14:30 Endurflytja þarf mál Aldísar Hilmarsdóttur gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan er sú að dómur hefur ekki verið kveðinn upp í málinu átta vikum eftir að aðalmeðferð lauk. Meira »

Krafa um 300 milljónir „fráleit“

14:34 „Krafa gerðarþola um 300 milljón króna tryggingu er fráleit,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður eigenda meirihluta eigna í húsnæði við Bíldshöfða 18. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu féllst í morgun á að setja lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar. Meira »

Kom blóðugur inn í íbúðina

14:07 Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á þriðjudaginn í Héraðsdómi Vesturlands og til greiðslu miskabóta fyrir húsbrot, líkamsárás og fyrir að hafa „sýnt af sér ógnandi og vanvirðandi háttsemi gagnvart tveimur börnum húsráðenda og valda þeim mikilli hræðslu og andlegu áfalli“. Meira »

Festu bát við bryggju á Hjalteyri

13:55 Fjórir björgunarsveitarmenn frá Akureyri voru kallaðir að Hjalteyri í morgun vegna báts sem var að losna frá bryggjunni.  Meira »

Fjölmargar kvartanir yfir Braga

13:37 Hildur J. Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að forstjóri Barnaverndarstofu hafi beitt sig ofbeldi í starfi sem varð til þess að hún hrökklaðist úr starfi. Þetta kemur fram í facebookfærslu hennar og er ekki eina tilvikið þar sem kvartað er yfir Braga í starfi. Meira »

Kannski er ég bara svona skrýtinn

13:30 „Það er ótrúlega mikill lúxus að fá nokkra daga án ferðalaga þar sem ég get bara verið einn með flyglinum,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson í opnuviðtali við Morgunblaðið. Þar ræðir hann komandi tónleika í Hörpu, næsta disk sinn hjá Deutsche Grammophon og margt fleira. Meira »

Póstnúmerum breytt um mánaðamótin

13:12 Pósturinn mun gera nokkrar breytingar á póstnúmerum landsins frá og með næstu mánaðamótum. Sérstakt póstnúmer verður tekið upp á svæðum í dreifbýli sem áður féllu undir sama póstnúmer og næsti þéttbýliskjarni. Meira »

Áfram óveður í allan dag

12:44 „Það verður óveður áfram í allan dag,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann á von á óbreyttu veðri norðan- og austanlands í dag og ef eitthvað er mun það fara versnandi seinnipartinn. Annað kvöld verður veðrið orðið þokkalegt. Meira »

Lýsi og Bæjarins bestu á jólamarkaði

12:10 Ísland er heiðursgestur á árlegum jólamarkaði borgarinnar Strassborg í Frakklandi, en markaðurinn er einn sá stærsti og jafnframt sá elsti sinnar tegundar í Evrópu. Meðal fyrirtækjanna sem taka þátt eru Bæjarins Bestu, Hekla Ísland, Handprjónasambandið, Lýsi, Reykjavík Distillery, Skinboss og Urð. Meira »

15 ára meðvitundarlausar í miðborginni

12:45 Tvær fimmtán ára stúlkur fundust meðvitundarlausar úti við sökum fíkniefnaneyslu í gærkvöldi. Stúlkurnar fundust á tröppum í miðborginni klukkan hálfátta í gærkvöldi eftir að tilkynnt hafði verið um þær til Neyðarlínunnar. Meira »

Fræddu flóttafólk í Jórdaníu um Ísland

12:42 Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Jórdaníu og hélt þar námskeið fyrir um 50 manna hóp flóttafólks frá Sýrlandi og Írak. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði áður óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að flóttafólkinu verði boðin alþjóðleg vernd á Íslandi. Meira »

Vilja vita hverjir dónakallarnir eru

11:53 Hátt í níu hundruð konur í stjórnmálum eru nú í Facebook-hópinum Í skugga valdsins og sögurnar halda áfram að berast, en 136 reynslusögur voru gerðar opinberar í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, stofnandi hópsins, segir fleiri sögur ekki verða birtar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Borðstofustólar til sölu
10 stk. af notuðum borðstofustólum til sölu á kr. 1.500 kr stk. seljast helst a...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...