Þyrla í sjúkraflug

TF-LÍF.
TF-LÍF.

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar var í gærkvöldi kölluð út vegna konu sem fengið hafði hjartastopp á hóteli á Vesturlandi. Um klukkustund leið frá útkallinu þar til konan var komin á Landspítalann. 

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um þyrluna kl. 19:29 í gegn um Neyðarlínuna og var flugtak TF-LÍF frá Reykjavíkurflugvelli kl. 19:52. Á þeim tímapunkti var sjúkrabifreið lögð af stað með konuna til Reykjavíkur en kl. 20:03 lenti þyrlan við Fiskilækjarmýri. Þar beið sjúkrabifreiðin og var konan flutt yfir í þyrluna. Flugtak frá Fiskilækjarmýri var kl. 20:09 og lent var á Reykjavíkurflugvelli kl. 20:20, þar beið sjúkrabifreið sem flutti konuna á Landspítalann í fylgd þyrlulæknis.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert