Afturelding aldargömul

Leikmenn Aftureldingar hafa oft fagnað góðum sigrum.
Leikmenn Aftureldingar hafa oft fagnað góðum sigrum. mbl.is/Árni Sæberg

Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellsbæ heldur upp á 100 ára afmæli sitt í dag. Verður haldinn opinn stjórnarfundur kl. 11 í sal bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í Kjarna og þar verður opnað bréf, sem stjórn félagsins fyrir 50 árum skrifaði til stjórnar félagsins í dag og hefur verið varðveitt á Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar síðan það var ritað.

Afturelding er eitt elsta íþrótta- og ungmennafélag á landinu og eitt af örfáum, sem hafa starfað alveg óslitið frá stofnun í svo mörg ár. Það var stofnað sunnudaginn 11. apríl 1909 að lokinni messu í Lágafellssókn, sem þá náði alla leið frá Elliðaám í vestri að Kollafirði í austri.

 Í upphafi var starfsemi félagsins meira tengd ýmiskonar félagsmálum, voru m.a. haldnar kvöldvökur, teflt og spilað, dansað og eins sýndar leiksýningar. Fljótlega var einnig farið að stunda íþróttir, aðallega frjálsar íþróttir og glímu. Síðar var farið að keppa í handknattleik.

Síðustu áratugi hafa íþróttir orðið allsráðandi í starfi félagsins og eru í dag starfandi 10 deildir innan félagsins með yfir 1000 iðkendur á öllum aldri. Íþróttasvæði félagsins er við Varmá þegar og þar hafa verið byggð  íþróttahús og gerfigrasvöllur. Á döfinni er einnig að reisa á Varmá nýja anddyrisbyggingu, sem m.a. mun rýma félagsaðstöðu og fleira fyrir félagið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert