Með dóp innvortis

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær tvær konur  vegna gruns um innflutning fíkniefna en tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafði stöðvað fólkið við komuna til landsins við hefðbundið eftirlit. Um er að ræða erlenda flugfarþega frá Amsterdam.

Við röntgenskoðun kom í ljós að báðar höfðu efni innvortis sem þær hafa skilað af sér, en ekki liggur fyrir um hvaða efni eða magn er að ræða. Þær hafa verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 21. apríl. Málið er í rannsókn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert