Hagstætt að ferðast til Íslands

Útlit er fyrir að Íslendingar verði áberandi á innlendum ferðamannastöðum ...
Útlit er fyrir að Íslendingar verði áberandi á innlendum ferðamannastöðum í sumar mbl.is/RAX

Gengisþróun íslensku krónunnar undanfarna mánuði hefur gert það að verkum að samkeppnistaða Íslands í ferðaþjónustu hefur gjörbreyst. Ólíkt því sem áður var er Ísland nú orðið ódýrt í alþjóðlegum samanburði.

Á undanförnum 12 mánuðum hefur íslenska krónan veikst um 46% gagnvart helstu gjaldmiðlum og stendur raungengið afar lágt sögulega séð sem gerir það að verkum að ferðamaðurinn sem heimsækir Ísland nú borgar talsvert minna fyrir vöru og þjónustu heldur en hann gerði í heimsókn sinni fyrir einu ári síðan, að því er segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Auk þess sem þessi mikli viðsnúningur verður til þess að stærri hópur fólks getur nú heimsótt Íslands heim hefur gengisþróunin einnig þau áhrif að þeir erlendu ferðamenn sem koma til landsins versla meira en vísbendingar þess efnis hafa  komið fram í aukningu á endurgreiðslu á virðisaukaskatti.

„Þrátt fyrir þessa gjörbreyttu samkeppnisstöðu Íslands í alþjóðlegum ferðamannaiðnaði hefur þessi breyting enn ekki náð að hafa sýnileg áhrif á fjölda erlendra gesta sem sækja Ísland heim. Fyrstu þrjá mánuði ársins heimsóttu 62 þúsund erlendir ferðamenn Íslands sem er fækkun um 6,5% frá sama tímabili síðasta árs þegar 66.200 erlendir gestir komu til Íslands.

Búast má við að breyting verði á þessu í sumar þegar ferðamannatímabilið hefst af fullum krafti. Engu að síður þarf að taka með í reikninginn að efnahagsaðstæður margra nágrannaríkja okkar hafa versnað mikið undanfarið og eru nú slæmar víða sem mun hafa áhrif á ferðalög og vafalaust koma til með að draga úr þeim," að því er segir í Morgunkorni.

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að hluti þeirrar aukningar sem verður í innlendum ferðamannaiðnaði í sumar komi frá innlendum ferðamönnum. Vegna óhagstæðrar gengisþróunar og lágs raungengis fær hinn íslenski ferðamaður nú mun minna en áður fyrir krónur sínar í útlöndum.

„Þetta gæti orðið til þess að ferðalögum erlendis verði slegið á frest og innlent land lagt undir fót í staðinn enda fer best á að eyða íslensku krónunum hér heima eins og staðan er nú.

Ferðalög Íslendinga til útlanda hafa nú þegar dregist mikið saman á undanförnum mánuðum eða allt frá bankahruninu í október. Undanafarna sex mánuði hafa utanlandsferðir Íslendinga dregist saman um tæplega helming að meðaltali borið saman við sama mánuði árið áður.

Reyndar geta þeir Íslendingar sem ákveða að leggja land undir fót þrátt fyrir mikla veikingu krónunnar gert sér ferðalagið ögn léttbærara með því að haga seglum eftir vindi og velja áfangastaði eftir gjaldmiðlum en krónan er ekki eini gjaldmiðilinn sem hefur verið að veikjast undanfarna mánuði í alþjóðlegu efnahagskreppunni.

Ferðalangar sem leggja af stað með ferðasjóð í krónum skyldu þannig íhuga að ef þeir fara til Japan og/eða Bandaríkjanna að  japanska jenið er nú 70% dýrara gagnvart íslensku krónunni en fyrir ári síðan og dollarinn er 65% dýrari. Þá er nú um það bil 40% dýrara að fara til landa sem nota evruna en fyrir ári síðan og pundið og norska krónan eru 30% dýrara nú en fyrir ári.

Enn er þó hægt að finna gjaldmiðla sem hægt er að kaupa fyrir krónur án þess að þær tapi nálægt helmingi virðis síns en pólska slottið er nú aðeins 12% dýrara en fyrir ári síðan en sömu sögu er að segja um margar myntir í Austur- Evrópu enda hafa þær líkt og íslenska krónan átt verulega undir högg að sækja í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu undanfarið," að því er segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áfram stormur á morgun

18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

„Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

14:42 Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Háskaleikur ferðamanns vekur óhug

14:35 „Þetta er ekki æskileg ferðahegðun,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, um stutt myndband sem birt hefur verið á YouTube. Meira »

Telja að það vanti 570 hjúkrunarfræðinga

14:04 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Meira »

Sumir útiloka hækkun en ekki aðrir

13:40 Forystumenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til alþingiskosninga tóku misdjúpt í árinni þegar þeir voru spurðir um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á opnum fundi sem Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir í Hörpu í morgun. Sumir útilokuðu hækkun en aðrir treystu sér ekki til þess að segja af eða á. Meira »

Segja upp samningi við ISS um skólamat

13:21 Hafnarfjarðarbær hefur gert munnlegan samning um að hætta viðskiptum við fyrirtækið Skólaask, sem fyr­ir­tækið ISS Ísland rek­ur, um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. Í fréttatilkynningu frá bænum kemur fram að báðir aðilar hafi áhuga á að losna undan samningnum. Meira »

Bærinn borgi fyrir flutning hesthúss

14:01 Eigandi hesthúss á Símonartúni við Eskifjörð hefur óskað eftir því að Fjarðabyggð beri kostnað af flutningi hússins af svæðinu vegna aukinnar hættu á ofanflóðum og aukinnar umferðar um Helgustaðarveg. Meira »

Sigmundur þurfti á salernið

13:36 „Það var væntanlega þannig sem ég lenti í þeirri sérkennilegu stöðu að þurfa að svara blaðamanni New York Times um salernisferðir mínar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Facebook. Meira »

Níu athugasemdir við nýtt fiskeldi

13:03 Frestur til að gera athugasemdir vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri er liðinn. Níu athugasemdir bárust vegna framkvæmdarinnar en Fiskeldi Austfjarða vill hefja tvö þúsund tonna laxeldi á svæðinu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...