Hagstætt að ferðast til Íslands

Útlit er fyrir að Íslendingar verði áberandi á innlendum ferðamannastöðum ...
Útlit er fyrir að Íslendingar verði áberandi á innlendum ferðamannastöðum í sumar mbl.is/RAX

Gengisþróun íslensku krónunnar undanfarna mánuði hefur gert það að verkum að samkeppnistaða Íslands í ferðaþjónustu hefur gjörbreyst. Ólíkt því sem áður var er Ísland nú orðið ódýrt í alþjóðlegum samanburði.

Á undanförnum 12 mánuðum hefur íslenska krónan veikst um 46% gagnvart helstu gjaldmiðlum og stendur raungengið afar lágt sögulega séð sem gerir það að verkum að ferðamaðurinn sem heimsækir Ísland nú borgar talsvert minna fyrir vöru og þjónustu heldur en hann gerði í heimsókn sinni fyrir einu ári síðan, að því er segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Auk þess sem þessi mikli viðsnúningur verður til þess að stærri hópur fólks getur nú heimsótt Íslands heim hefur gengisþróunin einnig þau áhrif að þeir erlendu ferðamenn sem koma til landsins versla meira en vísbendingar þess efnis hafa  komið fram í aukningu á endurgreiðslu á virðisaukaskatti.

„Þrátt fyrir þessa gjörbreyttu samkeppnisstöðu Íslands í alþjóðlegum ferðamannaiðnaði hefur þessi breyting enn ekki náð að hafa sýnileg áhrif á fjölda erlendra gesta sem sækja Ísland heim. Fyrstu þrjá mánuði ársins heimsóttu 62 þúsund erlendir ferðamenn Íslands sem er fækkun um 6,5% frá sama tímabili síðasta árs þegar 66.200 erlendir gestir komu til Íslands.

Búast má við að breyting verði á þessu í sumar þegar ferðamannatímabilið hefst af fullum krafti. Engu að síður þarf að taka með í reikninginn að efnahagsaðstæður margra nágrannaríkja okkar hafa versnað mikið undanfarið og eru nú slæmar víða sem mun hafa áhrif á ferðalög og vafalaust koma til með að draga úr þeim," að því er segir í Morgunkorni.

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að hluti þeirrar aukningar sem verður í innlendum ferðamannaiðnaði í sumar komi frá innlendum ferðamönnum. Vegna óhagstæðrar gengisþróunar og lágs raungengis fær hinn íslenski ferðamaður nú mun minna en áður fyrir krónur sínar í útlöndum.

„Þetta gæti orðið til þess að ferðalögum erlendis verði slegið á frest og innlent land lagt undir fót í staðinn enda fer best á að eyða íslensku krónunum hér heima eins og staðan er nú.

Ferðalög Íslendinga til útlanda hafa nú þegar dregist mikið saman á undanförnum mánuðum eða allt frá bankahruninu í október. Undanafarna sex mánuði hafa utanlandsferðir Íslendinga dregist saman um tæplega helming að meðaltali borið saman við sama mánuði árið áður.

Reyndar geta þeir Íslendingar sem ákveða að leggja land undir fót þrátt fyrir mikla veikingu krónunnar gert sér ferðalagið ögn léttbærara með því að haga seglum eftir vindi og velja áfangastaði eftir gjaldmiðlum en krónan er ekki eini gjaldmiðilinn sem hefur verið að veikjast undanfarna mánuði í alþjóðlegu efnahagskreppunni.

Ferðalangar sem leggja af stað með ferðasjóð í krónum skyldu þannig íhuga að ef þeir fara til Japan og/eða Bandaríkjanna að  japanska jenið er nú 70% dýrara gagnvart íslensku krónunni en fyrir ári síðan og dollarinn er 65% dýrari. Þá er nú um það bil 40% dýrara að fara til landa sem nota evruna en fyrir ári síðan og pundið og norska krónan eru 30% dýrara nú en fyrir ári.

Enn er þó hægt að finna gjaldmiðla sem hægt er að kaupa fyrir krónur án þess að þær tapi nálægt helmingi virðis síns en pólska slottið er nú aðeins 12% dýrara en fyrir ári síðan en sömu sögu er að segja um margar myntir í Austur- Evrópu enda hafa þær líkt og íslenska krónan átt verulega undir högg að sækja í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu undanfarið," að því er segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

09:42 Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur auglýst til kynningar forsögn að deiliskipulagi lóðar við Þjórsárgötu í grennd við flugvöllinn í Skerjafirði. Þarna er áformað að rísi íbúðarhús. Meira »

Leita að næsta „fidget spinner“

09:15 „Við hörmum þá umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um störf okkar,“ segir í yfirlýsingu frá jólagjafaráði jólasveinanna sem send var á fjölmiðla í morgun. Jólagjafaráð er skipað fulltrúum jólasveinanna og sendir frá sér hugmyndir að gjöfum í skóinn fyrir hver jól. Meira »

Eldur í bíl í Hafnarfirði

08:38 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjúleytið í nótt eftir að tilkynning barst um eld í bifreið á bílastæði Húsasmiðjunnar í Helluhrauni. Töluverður eldur var í bílnum þegar slökkvilið kom á svæðið. Meira »

Ágætt vetrarveður í dag en lægir á leiðinni

08:22 Útlit er fyrir ágætis vetrarverður í dag, með fremur hægum vestanvindi og dálitlum él sunnan- og vestanlands og hita kringum frostmark víðast hvar á landinu. Suðvestan- og vestanátt og stöku él, verður á landinu en allhvasst fyrir austan framan af morgni áður en léttir til þar. Meira »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

07:20 Reykjavíkurborg hefur gert samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Samningurinn var lagður fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag og gerir ráð fyrir þremur greiðslum á næsta ári. Meira »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Verkfall flugvirkja hafið

07:13 Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun, eftir að maraþonfundi samninganefnda lauk á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra embættis ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðaður annar fundur í deilunni. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

Í gær, 18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

Í gær, 18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Í gær, 18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

Í gær, 17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
 
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...