Hagstætt að ferðast til Íslands

Útlit er fyrir að Íslendingar verði áberandi á innlendum ferðamannastöðum ...
Útlit er fyrir að Íslendingar verði áberandi á innlendum ferðamannastöðum í sumar mbl.is/RAX

Gengisþróun íslensku krónunnar undanfarna mánuði hefur gert það að verkum að samkeppnistaða Íslands í ferðaþjónustu hefur gjörbreyst. Ólíkt því sem áður var er Ísland nú orðið ódýrt í alþjóðlegum samanburði.

Á undanförnum 12 mánuðum hefur íslenska krónan veikst um 46% gagnvart helstu gjaldmiðlum og stendur raungengið afar lágt sögulega séð sem gerir það að verkum að ferðamaðurinn sem heimsækir Ísland nú borgar talsvert minna fyrir vöru og þjónustu heldur en hann gerði í heimsókn sinni fyrir einu ári síðan, að því er segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Auk þess sem þessi mikli viðsnúningur verður til þess að stærri hópur fólks getur nú heimsótt Íslands heim hefur gengisþróunin einnig þau áhrif að þeir erlendu ferðamenn sem koma til landsins versla meira en vísbendingar þess efnis hafa  komið fram í aukningu á endurgreiðslu á virðisaukaskatti.

„Þrátt fyrir þessa gjörbreyttu samkeppnisstöðu Íslands í alþjóðlegum ferðamannaiðnaði hefur þessi breyting enn ekki náð að hafa sýnileg áhrif á fjölda erlendra gesta sem sækja Ísland heim. Fyrstu þrjá mánuði ársins heimsóttu 62 þúsund erlendir ferðamenn Íslands sem er fækkun um 6,5% frá sama tímabili síðasta árs þegar 66.200 erlendir gestir komu til Íslands.

Búast má við að breyting verði á þessu í sumar þegar ferðamannatímabilið hefst af fullum krafti. Engu að síður þarf að taka með í reikninginn að efnahagsaðstæður margra nágrannaríkja okkar hafa versnað mikið undanfarið og eru nú slæmar víða sem mun hafa áhrif á ferðalög og vafalaust koma til með að draga úr þeim," að því er segir í Morgunkorni.

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að hluti þeirrar aukningar sem verður í innlendum ferðamannaiðnaði í sumar komi frá innlendum ferðamönnum. Vegna óhagstæðrar gengisþróunar og lágs raungengis fær hinn íslenski ferðamaður nú mun minna en áður fyrir krónur sínar í útlöndum.

„Þetta gæti orðið til þess að ferðalögum erlendis verði slegið á frest og innlent land lagt undir fót í staðinn enda fer best á að eyða íslensku krónunum hér heima eins og staðan er nú.

Ferðalög Íslendinga til útlanda hafa nú þegar dregist mikið saman á undanförnum mánuðum eða allt frá bankahruninu í október. Undanafarna sex mánuði hafa utanlandsferðir Íslendinga dregist saman um tæplega helming að meðaltali borið saman við sama mánuði árið áður.

Reyndar geta þeir Íslendingar sem ákveða að leggja land undir fót þrátt fyrir mikla veikingu krónunnar gert sér ferðalagið ögn léttbærara með því að haga seglum eftir vindi og velja áfangastaði eftir gjaldmiðlum en krónan er ekki eini gjaldmiðilinn sem hefur verið að veikjast undanfarna mánuði í alþjóðlegu efnahagskreppunni.

Ferðalangar sem leggja af stað með ferðasjóð í krónum skyldu þannig íhuga að ef þeir fara til Japan og/eða Bandaríkjanna að  japanska jenið er nú 70% dýrara gagnvart íslensku krónunni en fyrir ári síðan og dollarinn er 65% dýrari. Þá er nú um það bil 40% dýrara að fara til landa sem nota evruna en fyrir ári síðan og pundið og norska krónan eru 30% dýrara nú en fyrir ári.

Enn er þó hægt að finna gjaldmiðla sem hægt er að kaupa fyrir krónur án þess að þær tapi nálægt helmingi virðis síns en pólska slottið er nú aðeins 12% dýrara en fyrir ári síðan en sömu sögu er að segja um margar myntir í Austur- Evrópu enda hafa þær líkt og íslenska krónan átt verulega undir högg að sækja í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu undanfarið," að því er segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Halldór gefur ekki kost á sér

18:35 Halldór Halldórsson hyggst ekki gefa kost á sér sem oddviti sjálfstæðismanna Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Segist hann hafa metið stöðuna í sumarfríinu og tekið ákvörðun fyrir tíu dögum. Meira »

Bagalegt að biðlistar séu langir

18:26 Það er mjög bagalegt að langir biðlistar eftir afplánun í fangelsum landsins leiði til þess að dómar fyrnist. Þeir dómar sem fyrnast eru þó jafnan dómar fyrir smávægilegustu brotin enda er allt kapp og áhersla lögð á að þeir afpláni sem gerst hafa sekir um alvarlegustu brotin segir dómsmálaráðherra. Meira »

Jeppi út af blautum malarvegi

17:51 Jeppabifreið valt við Þórisvatn á Héraði á fjórða tímanum í dag en sjö voru um borð í honum, fimm fullorðnir og tvö börn.  Meira »

Reykjavík í 37. sæti

17:34 Reykjavík er í 37. sæti yfir lífvænlegustu borgir heims ef marka má úttekt tímaritsins Economist. Hefur borgin stokkið upp um 15 sæti frá því árið 2015 er borgin sat í 52. sæti. Meira »

Allt að 97% verðhækkun

17:32 Verð á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla hefur hækkað milli ára þar sem mest hækkun var heil 97%. Penninn-Eymundsson, Mál og Menning og A4 hafa hækkað verð á flestum nýjum námsbókum sem voru í könnunum ASÍ í fyrra á meðan allar verð Bókabúðarinnar Iðnú hafa lækkað. Meira »

Stúlkurnar „sviptar sínum rétti“

17:21 „Það er augljóst að fólk sættir sig ekki við svona ákvarðanir,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, en í dag voru undirskriftir tæplega 15 þúsund Íslendinga afhentar fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, þar sem þess var krafist að mál afganskra feðgina og nígerískrar fjölskyldu verði endurskoðuð. Meira »

57 milljónir fyrir 26 daga leigu

16:19 Vegagerðin greiddi Sæferðum rúmar 57 milljónir fyrir 26 daga leigu á ferjunni Baldri þegar hún leysti Herjólf af í vor vegna viðhalds. Meira »

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins

16:50 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Þrír sitja í stjórninni, sem er skipuð til tveggja ára. Meira »

Velja ekki allar að fara í fóstureyðingu

16:16 Fullyrðingar í umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um að fóstrum með Downs-heilkenni sé eytt í næstum 100 prósent tilfella hér á landi, eru í raun ekki réttar. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans Meira »

Reykjarmökkur barst frá Helguvík

15:50 Talsverður reykjarmökkur barst frá verksmiðju United Silicon í Helguvík fyrr í dag. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að umræddur reykur sé í raun ryk og að hann sé skaðlaus. Meira »

Einfalda skráningu íslensks ríkisborgararéttar

15:49 Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út drög að breytingum á lögum um íslenskan ríkisborgararétt og barnalögum. Ætlun frumvarpsins er að draga úr ríkisfangsleysi með því að einfalda möguleika á skráningu íslensks ríkisborgararétts til barna sem fæðast hér á landi og ungs fólks sem búið hefur hér á landi. Meira »

Hótaði að skjóta fólk vegna vatnsleka

15:34 Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglulið handtók í dag mann í Hafnarfirði sem hafði hótað að skjóta fólk í skrifstofuhúsnæði við Cuxhavengötu við Hafnarfjarðarhöfn Meira »

Umferðartafir á Kringlumýrarbraut

15:34 Umferðarslys varð fyrir stuttu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. veginum hefur ekki verið lokað en einhverjar tafir eru á umferð þar í suðurátt. Meira »

„Mun koma í bakið á okkur öllum“

13:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði í gær með Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra Noregs. Þetta upplýsir hún í samtali við mbl.is. Meira »

Tímasetningin ekki sú besta

13:30 Upplýsingafulltrú Reykjavíkurborgar kveðst skilja að framkvæmdir við Grensásveg valdi vegfarendum óþægindum og að tímasetning framkvæmdanna sé ekki sú besta. Meira »

Bandarísk herþota á miðjum vegi

14:29 Vegfarendur á Ásbrú ráku upp stór augu í dag þegar þeir sáu bandaríska herþotu á miðjum vegi í eftirdragi á eftir hvítum ISAVIA-pallbíl. Um er að ræða herþotu af gerðinni Phanton-F4 sem notaðar voru af Bandaríkjaher á árum áður. Meira »

Stýrir áætlun vegna húsnæðissáttmála

13:48 Velferðarráðuneytið hefur fengið Guðrúnu Ingvarsdóttur til að stýra innleiðingu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í húsnæðismálum samkvæmt sérstökum húsnæðissáttmála sem kynntur var nýlega. Meira »

„Ekki mönnum bjóðandi“

12:34 „Það væri óskandi að þetta gæti farið af stað, því það er mjög mikilvægt að þetta fari að lagast,“ segir Vilberg Þráinsson, oddviti Reykhólahrepps, um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit á Vestfjörðum. Vörubílar liggja fastir á núverandi malarvegi allan ársins hring vegna bleytu eða drullu. Meira »
ÚTSALA Varahlutir TOYOTA RAV 4 2000 TIL 2003
Framleiðandi Toyota Tegund Jeppi Ár 2002 Akstur 189.000 Eldsneyti Bensín ...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Dráttarspil til sölu
Vandað spil ameriskt 8000lb, er með fjarstýríngu , ónotað í kassanum, tilboð ó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...