Meirihlutinn í Grindavík sprunginn

Grindavík.
Grindavík. mats.is

Sigmar Eðvarðsson, annar tveggja bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Grindavík segir bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins i bænum hafa boðið bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á fund síðar í dag um myndun nýs meirihluta. Segist hann hafa heyrt að Framsókn hafi slitið meirihlutasamstarfi við Samfylkinguna skriflega í gær.

Sigmar segist bjartsýnn á að samkomulag náist á milli þessara tveggja flokka um myndun nýs meirihluta í bænum en að það muni sennilega taka nokkra daga. Þá segir hann of snemmt að segja nokkuð um það hver niðurstaða nýs meirihluta verði varðandi ráðningu skólastjóra Hópskóla.

Deilur hafa staðið innan bæjarstjórnar Samfylkingar og Framsóknar í Grindavík um ráðningu í starfið. Samfylkingarmenn vildu ráða Garðar Pál Vignisson, bæjafulltrúa sinn og formann bæjarstjórnar í stöðuna, en framsóknarmenn vildu fara að áliti Capacent og Fræðslu og uppeldisnefndar og ráða Maggý Hrönn Hermannsdóttur.

Framsóknarflokkur, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa allir tvö fulltrúa í bæjarstjórn Grindavíkur og frjálslyndi flokkurinn einn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert