Nýr formaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna

Gunnar Ragnarsson og Rósa Guðbjartsdóttir, nýr formaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna
Gunnar Ragnarsson og Rósa Guðbjartsdóttir, nýr formaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna

Gunnar Ragnarsson lét af formennsku í Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna á aðalfundi félagsins nýverið. Gunnar hefur verið formaður félagsins í fjögur ár og hætti jafnframt í stjórn þess. Rósa Guðbjartsdóttir var á fundinum kjörin nýr formaður stjórnar SKB. Rósa var framkvæmdastjóri félagsins í 5 ár frá árinu 2001 til ársins 2006.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 2. september 1991 af foreldrum barna með krabbamein. Markmiðið með stofnun félagsins var m.a. að styðja við bakið á þeim og aðstandendum þeirra bæði fjárhagslega og félagslega.

Árlega greinast að meðaltali 10 - 12 börn og unglingar 18 ára og yngri með krabbamein á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Þóra Magnúsdóttir: SKB
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert