Verjum velferðina

Guðjón Arnar Kristjánsson, Þráinn Bertelsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Bjarni Benediktsson, Ögmundur ...
Guðjón Arnar Kristjánsson, Þráinn Bertelsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Bjarni Benediktsson, Ögmundur Jónasson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Morgunblaðið/Golli

Afar góð mæting er á lokafundi ÖBÍ og Þroskahjálpar í fundarröðinni Verjum velferðina sem nú fer fram á Grand hóteli. Þar flytja erindi og sitja fyrir svörum fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingis nema frá Lýðræðishreyfingunni. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar gagnrýndu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir að hafa ekki nýtt góðærið til að styrkja velferðarkerfið. Þessu mótmælti formaður Sjálfstæðisflokks harðlega.

„Við núverandi aðstæður þarf að styrkja velferðina,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Sagði hún ámælisvert að ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefði ekki nýtt góðærið til þess að byggja upp og huga að velferðarkerfinu heldur hafi það verið veikt.

Þetta var meðal þess sem fram kom á lokafundi ÖBÍ og Þroskahjálpar í fundarröðinni Verjum velferðina sem haldinn var á Grand hóteli fyrr í kvöld fyrir fullum sal. Spurning fundarins til fulltrúa flokkanna var: Hvernig ætlar þinn flokkur að verja velferðina?

Orðum Jóhönnu mótmælti Bjarni Benediktsson, alþingismaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, harðlega og sagði útgjöld til velferðarmála hafa vaxið í valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði rangt að valið standi milli þess að skera niður eða hækka skatta.

Aðrir framsögumenn á fundinum eru:

Ögmundur Jónason, heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs

Guðjón Arnar Kristinsson, alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins

Sigmundir Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins

Þráinn Bertelsson, rithöfundur og frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar

Fram kom í máli fundarstjóra að Lýðræðishreyfingunni hefði verið boðið að senda fulltrúa, en enginn mætti fyrir þeirra hönd.

Fundargestum gafst kostur á að koma skriflegum spurningum til frambjóðenda og bárust ógrýnni spurninga til fundarstjóra sem bar upp spurningarnar. Meðal þess sem spurt var að var hvernig fulltrúar flokkanna hygðust standa að hækkun örorku- og ellilífeyrisbóta og hvort staðið yrði við lög. Frambjóðendur sögðu margir að það yrði mjög snúið að reyna að hækka bæturnar á næsta ári og töldu ekki rétt að lofa einhverju sem ómögulegt væri að lofa. Það væri sambærilegt við það að lofa að það yrði sól allt næsta ár.  Einnig var spurt var hvort frambjóðendur teldu peningum til Tónlistahússins í Reykjavík vel varið.

Guðmundur Magnússon, varaformaður ÖBÍ, sem situr í pallborði var spurður hvort hann teldi að setja ætti þak á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Sagði hann ljóst mál að grundvallaratriði væri að setja slíkt þak. Bjarni Benediktsson var spurður að því sama og sagðist telja að hægt væri að ná almenna samstöðu um þetta. Hins vegar væri annað mál hvar þakið yrði sett og hversu langt væri gengið í því að láta alla þjónustu ganga þar undir. Jóhanna Sigurðardóttir sagði það grundvallaratriði að aðgengi almennings að heilbrigðiskerfinu væri jafn óháð efnahag. Þar ætti sérstaklega að hlífa barnafólki og lífeyrisþegum. Sagði hún að tryggja þyrfi að enginn borgi meira en hann geti miðað við fjárhag.

Fulltrúar flokkanna voru spurðir hvort gera ætti átak í því að texta innlent sjónvarpsefni og hvort til greina komi að viðurkenna íslenskt táknmál sem opinbert tungumál. Sigmundur Davíð telur lítinn kostnað felast í því að túlka innlent efni. Guðjón Arnar sagði þingmenn Frjálslynda flokksins lengi hafa verið talsmenn þess að táknmál væri viðurkennt og innlent efni textað.

Bjarni sagði mikilvægt að leita almennt leiða til að auka virkni þeirra í samfélaginu sem til umræðu voru á fundinum, hvort heldur það eru fötluð börn í skólastarfi eða fatlaðir fullorðnir á vinnumarkaði. Það sé bæði mikið réttlætismál og þurfi ekki að fela í sér auka útgjöld fyrir ríkið.

Þráinn sagðist vilja gjaldfría heilbrigðisþjónustu. Jóhanna sagði afkomutryggingu lífeyrisþega um árabil hafa verið baráttumál fyrir Samfylkinguna. Sagði hún ljóst að enn væri margt ógert í uppbyggingu í þjónustu við fatlaðra, t.d. í búsetumálum. Minnti hún á að í félagsmálaráðuneytinu hefði á síðasta ári þegar verið byrjað á úttekt á endurskoðun á almannatryggingakerfinu. Sagði hún að hefði hún eitthvað um það að setja í næstu ríkisstjórn þá myndi hún leggja mikla áherslu á að endurskoðunin verði kláruð.

Sigmundur Davíð var spurður að því hvernig Framsóknarflokkurinn muni bregðast við því að sístækkandi hópur fólks hefur ekki lengur efni á að leysa lyf sín út. Sagði hann alla áhersluna vera á það að koma í veg fyrir að fólk lendi í þessari stöðu, því þegar svo er komið muni kostnaðurinn hvort sem er lenda á ríkinu.

Bjarni var spurður að því hvort almenningur þyrfti að stofna mannúðarfélag um sjálft sig, sambærilegt við það sem tíðkast hefur að stjórnmálamenn hafa gert í tengslum við prófkjörsbaráttur sínar, til þess að njóta skattaafsláttar. Bjarni sagði það ógeðfellda leið að stofna slík félög til þess að komast hjá því að greiða skatta. Ögmundur mótmælti þeim orðum Bjarna um umræðuna um mannúðafélög í tengslum við stjórnmálamenn að slíkt væri endaleysa. Ögmundur velti upp þeirri spurningu hvort í lagi væri að veita fjármálamönnum aðgang að heilbrigðiskerfinu líkt og rætt hefur verið um í tengslum við skipulagsbreytinga í heilbrigðiskerfinu á Suðurnesjum. Ögmundur kallaði eftir því að öll aðkoma fjármálamanna að heilbrigðiskerfinu þyrfti að vera upp á borðinu.

„Sjálfstæðismenn hafa staðið fyrir því að hér í landi hefðu allir aðgang að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag. Það er ekki bein og breið leið, en þangað viljum við fara,“ sagði Bjarni Benediktsson.

Guðjón Arnar sagði að horfa þyrfti á rauntekjur og tryggja öllum rauntekjur sem duga venjulegu fólki með eðlileg dagleg útgjöld.

Jóhanna benti á að það hefði verið hennar forgangsverkefni að verja kjör þeirra sem minnst eiga í samfélaginu og að hún myndi gera það áfram sitji hún í ríkisstjórn eftir kosningar. Sagði hún lykilatriði að vernda skattleysismörkin, þar sem þau skipti svo miklu máli fyrir lægst launaða fólkið fyrir utan afkomutrygginguna. „Það sem er mikilvægast og þarf að gera, þrátt fyrir niðurskurð og skattahækkanir, er að vernda kjör þeirra sem eru með lægstu- og meðaltekjur,“ sagði Jóhanna og sagði að þessi hópur hefði í reynd borið mestu birgðarnar í valdatíð Sjálfstæðisfloks og Framsóknarflokks. Sagði hún líka mikilvægt að frítekjumark hefði verið hækkað og látið ná til tekna lífeyrisþega og öryrkja. Sagði hún að við síðustu fjárlagagerð hefði alls ekki reynst auðvelt að standa við þetta.

Frá fundinum í kvöld.
Frá fundinum í kvöld. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kýldi löggu, rændi bíl og ók á Leifsstöð

18:46 Maður ók bifreið inn í Leifsstöð rétt um klukkan sex í dag. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Bifreið lögreglunnar á Suðurnesjum hafði veitt bifreiðinni eftirför frá Reykjanesbraut og að Leifsstöð þar sem eftirförinni lauk. Meira »

Margoft á sjúkrahús vegna ofneyslu

18:30 Hér á landi er fjöldi einstaklinga lagður inn á bráðadeildir á hverju ári vegna ofneyslu lyfja. Margir þeirra sem deyja vegna ofneyslu eiga margar innlagnir að baki áður en kemur að andláti. Það sem af er ári hafa 14 andlát verið til skoðunar hjá lyfjateymi embættis landlæknis. Meira »

Ók utan í lögreglubíl

18:29 Um klukkan 2 í fyrrinótt stöðvaði lögreglan á Akureyri sautján ára ökumann undir áhrifum fíkniefna framan við Engimýri í Öxnadal. Þá hafði lögreglan veitt honum eftirför frá Þingvallastræti á Akureyri. Meira »

Tveir bílar og hestakerra ultu

18:17 Rétt eftir klukkan 18 í dag lentu tveir bílar í árekstri á þjóðveginum við Laugaland á Þelamörk. Bílarnir voru báðir á suðurleið og sá fremri var með hestakerru í eftirdragi. Ökumaður aftari bílsins hugðist aka fram úr en rakst þá bíll hans utan í hestakerruna með þeim afleiðingum að hún losnaði. Meira »

Ísland tvisvar á lista CNN

18:06 Seljalandsfoss og Skaftafell eru á lista CNN yfir helstu náttúruperlur heims þar sem landslagið getur hreinlega gert fólk orðlaust. Meira »

Tilkynnt um eld á Laugavegi

17:37 Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um reyk á Laugavegi nú á sjötta tímanum í dag. Þegar slökkvibílar voru lagðir af stað kom í ljós að um minniháttar eld var að ræða. Meira »

„Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“

17:03 „Þetta er auðvitað hundfúlt,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn rekstraraðila verslunarinnar Eyrarinnar á Borgarfirði eystra, sem tekin hefur verið ákvörðun um að loka 1. september. Um er að ræða einu matvöruverslunina í bænum. Meira »

Skóflustunga tekin að Skarðshlíðarskóla

17:22 Fyrsta skóflustungan að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði verður tekin á morgun, mánudag. Skólinn er níundi grunnskóli bæjarins en áætlanir gera ráð fyrir að skólinn verði eingöngu byggður fyrir eigið fé, einkum tekjur af lóðasölu. Meira »

Ungmenni gerðu aðsúg að lögreglu

16:19 Piltur náði að bíta tvo lögreglumenn, m.a. í fingur, í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Við leit á honum fannst hnífur sem hald var lagt á. Á meðan á þessu stóð gerði hópur ungmenna aðsúg að lögreglumönnum á vettvangi en slíkt er ekki einsdæmi að sögn lögreglu. Meira »

Sóttu slasaðan mótorhjólamann

16:01 Verið er að flytja mótorhjólamann sem slasaðist á Eyjafjarðarleið rétt um klukkan 13 í dag á sjúkrahús en taldar eru líkur á að hann sé fótbrotinn. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Nafnið réðst af fyrsta marki á EM

14:47 Magnús Yngvi Einarsson og Kristín Dögg Eysteinsdóttir fóru heldur óhefðbundnar leiðir við að ákveða nafn dóttur sinnar sem fæddist 16. júlí síðastliðinn, en nafn hennar réðst af því hvaða íslenska landsliðskona í knattspyrnu skoraði fyrsta markið á Evrópumótinu í síðasta mánuði. Meira »

Byssumaðurinn er ófundinn

14:30 Tveir karlmenn, sem sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í Reykjavík handtók í gær vegna gruns um að þeir hefðu komið að málum þegar maður ógnaði fólki í bifreið með skotvopni fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði á föstudagskvöldið, voru yfirheyrðir í dag en reyndust hins vegar ekki hafa komið við sögu í málinu. Meira »

„Versta er skorturinn á upplýsingum“

13:13 „Þetta var hræðileg nótt en það versta er skorturinn á upplýsingum,“ segir Heiða Sigríður Davíðsdóttir í samtali við mbl.is en hún er á meðal þeirra sem bíða eftir að komast heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með flugfélaginu Primera Air. Farþegar eru nú komnir á hótel og gert ráð fyrir brottför seint í kvöld. Meira »

Drangey komin til heimahafnar

10:55 Mikill mannfjöldi fagnaði hinu nýja og glæsilega skipi Drangey SK 2, í eigu FISK Seafood, er það sigldi til heimahafnar í gær. Jón Edvald Friðriksson, framkvæmdastjóri félagsins, flutti ávarp og bauð skipið velkomið og sérstaklega skipstjórann Snorra Snorrason og áhöfn hans, en nokkrir áratugir eru síðan Skagfirðingar tóku síðast á móti nýju skipi. Meira »

„Fólk sefur bara hérna á gólfunum“

09:29 „Við erum bara hérna enn á flugvellinum og ekkert að frétta,“ segir Erna Karen Stefánsdóttir í samtali við mbl.is en hún er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife en 18 klukkustundir eru síðan þau ásamt fjölda annarra farþega áttu að fljúga heim með flugfélaginu Primera Air. Meira »

„Þetta er bara óhappahelgi hjá okkur“

12:07 „Þarna er bara um tæknilega bilun að ræða, því miður, sem verið er að vinna að viðgerð á eins fljótt og auðið er. Því miður eru engar leiguvélar tiltækar um helgar í Evrópu í sumar. Þannig að þegar ein vél bilar þá kemur eiginlega ekkert í staðinn,“ segir Hrafn Þorgeirsson, forstjóri Primera Air. Meira »

Flestir inni fyrir kynferðis- og fíkniefnabrot

10:30 Alls eru nú 152 fangar í afplánun hér á landi. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun afplána flestir fangar dóma fyrir fíkniefnabrot og næst flestir fyrir kynferðisafbrot. Meira »

Frost í jörðu í innsveitum

09:06 Frost var í jörðu sums staðar í innsveitum í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þó var það aðeins lítillega og frostið mest -0,9% stig í Húsafelli í Borgarfirði. Á Þingvöllum fór hitinn niður í frostmark. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...