Verjum velferðina

Guðjón Arnar Kristjánsson, Þráinn Bertelsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Bjarni Benediktsson, Ögmundur ...
Guðjón Arnar Kristjánsson, Þráinn Bertelsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Bjarni Benediktsson, Ögmundur Jónasson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Morgunblaðið/Golli

Afar góð mæting er á lokafundi ÖBÍ og Þroskahjálpar í fundarröðinni Verjum velferðina sem nú fer fram á Grand hóteli. Þar flytja erindi og sitja fyrir svörum fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingis nema frá Lýðræðishreyfingunni. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar gagnrýndu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir að hafa ekki nýtt góðærið til að styrkja velferðarkerfið. Þessu mótmælti formaður Sjálfstæðisflokks harðlega.

„Við núverandi aðstæður þarf að styrkja velferðina,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Sagði hún ámælisvert að ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefði ekki nýtt góðærið til þess að byggja upp og huga að velferðarkerfinu heldur hafi það verið veikt.

Þetta var meðal þess sem fram kom á lokafundi ÖBÍ og Þroskahjálpar í fundarröðinni Verjum velferðina sem haldinn var á Grand hóteli fyrr í kvöld fyrir fullum sal. Spurning fundarins til fulltrúa flokkanna var: Hvernig ætlar þinn flokkur að verja velferðina?

Orðum Jóhönnu mótmælti Bjarni Benediktsson, alþingismaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, harðlega og sagði útgjöld til velferðarmála hafa vaxið í valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði rangt að valið standi milli þess að skera niður eða hækka skatta.

Aðrir framsögumenn á fundinum eru:

Ögmundur Jónason, heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs

Guðjón Arnar Kristinsson, alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins

Sigmundir Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins

Þráinn Bertelsson, rithöfundur og frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar

Fram kom í máli fundarstjóra að Lýðræðishreyfingunni hefði verið boðið að senda fulltrúa, en enginn mætti fyrir þeirra hönd.

Fundargestum gafst kostur á að koma skriflegum spurningum til frambjóðenda og bárust ógrýnni spurninga til fundarstjóra sem bar upp spurningarnar. Meðal þess sem spurt var að var hvernig fulltrúar flokkanna hygðust standa að hækkun örorku- og ellilífeyrisbóta og hvort staðið yrði við lög. Frambjóðendur sögðu margir að það yrði mjög snúið að reyna að hækka bæturnar á næsta ári og töldu ekki rétt að lofa einhverju sem ómögulegt væri að lofa. Það væri sambærilegt við það að lofa að það yrði sól allt næsta ár.  Einnig var spurt var hvort frambjóðendur teldu peningum til Tónlistahússins í Reykjavík vel varið.

Guðmundur Magnússon, varaformaður ÖBÍ, sem situr í pallborði var spurður hvort hann teldi að setja ætti þak á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Sagði hann ljóst mál að grundvallaratriði væri að setja slíkt þak. Bjarni Benediktsson var spurður að því sama og sagðist telja að hægt væri að ná almenna samstöðu um þetta. Hins vegar væri annað mál hvar þakið yrði sett og hversu langt væri gengið í því að láta alla þjónustu ganga þar undir. Jóhanna Sigurðardóttir sagði það grundvallaratriði að aðgengi almennings að heilbrigðiskerfinu væri jafn óháð efnahag. Þar ætti sérstaklega að hlífa barnafólki og lífeyrisþegum. Sagði hún að tryggja þyrfi að enginn borgi meira en hann geti miðað við fjárhag.

Fulltrúar flokkanna voru spurðir hvort gera ætti átak í því að texta innlent sjónvarpsefni og hvort til greina komi að viðurkenna íslenskt táknmál sem opinbert tungumál. Sigmundur Davíð telur lítinn kostnað felast í því að túlka innlent efni. Guðjón Arnar sagði þingmenn Frjálslynda flokksins lengi hafa verið talsmenn þess að táknmál væri viðurkennt og innlent efni textað.

Bjarni sagði mikilvægt að leita almennt leiða til að auka virkni þeirra í samfélaginu sem til umræðu voru á fundinum, hvort heldur það eru fötluð börn í skólastarfi eða fatlaðir fullorðnir á vinnumarkaði. Það sé bæði mikið réttlætismál og þurfi ekki að fela í sér auka útgjöld fyrir ríkið.

Þráinn sagðist vilja gjaldfría heilbrigðisþjónustu. Jóhanna sagði afkomutryggingu lífeyrisþega um árabil hafa verið baráttumál fyrir Samfylkinguna. Sagði hún ljóst að enn væri margt ógert í uppbyggingu í þjónustu við fatlaðra, t.d. í búsetumálum. Minnti hún á að í félagsmálaráðuneytinu hefði á síðasta ári þegar verið byrjað á úttekt á endurskoðun á almannatryggingakerfinu. Sagði hún að hefði hún eitthvað um það að setja í næstu ríkisstjórn þá myndi hún leggja mikla áherslu á að endurskoðunin verði kláruð.

Sigmundur Davíð var spurður að því hvernig Framsóknarflokkurinn muni bregðast við því að sístækkandi hópur fólks hefur ekki lengur efni á að leysa lyf sín út. Sagði hann alla áhersluna vera á það að koma í veg fyrir að fólk lendi í þessari stöðu, því þegar svo er komið muni kostnaðurinn hvort sem er lenda á ríkinu.

Bjarni var spurður að því hvort almenningur þyrfti að stofna mannúðarfélag um sjálft sig, sambærilegt við það sem tíðkast hefur að stjórnmálamenn hafa gert í tengslum við prófkjörsbaráttur sínar, til þess að njóta skattaafsláttar. Bjarni sagði það ógeðfellda leið að stofna slík félög til þess að komast hjá því að greiða skatta. Ögmundur mótmælti þeim orðum Bjarna um umræðuna um mannúðafélög í tengslum við stjórnmálamenn að slíkt væri endaleysa. Ögmundur velti upp þeirri spurningu hvort í lagi væri að veita fjármálamönnum aðgang að heilbrigðiskerfinu líkt og rætt hefur verið um í tengslum við skipulagsbreytinga í heilbrigðiskerfinu á Suðurnesjum. Ögmundur kallaði eftir því að öll aðkoma fjármálamanna að heilbrigðiskerfinu þyrfti að vera upp á borðinu.

„Sjálfstæðismenn hafa staðið fyrir því að hér í landi hefðu allir aðgang að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag. Það er ekki bein og breið leið, en þangað viljum við fara,“ sagði Bjarni Benediktsson.

Guðjón Arnar sagði að horfa þyrfti á rauntekjur og tryggja öllum rauntekjur sem duga venjulegu fólki með eðlileg dagleg útgjöld.

Jóhanna benti á að það hefði verið hennar forgangsverkefni að verja kjör þeirra sem minnst eiga í samfélaginu og að hún myndi gera það áfram sitji hún í ríkisstjórn eftir kosningar. Sagði hún lykilatriði að vernda skattleysismörkin, þar sem þau skipti svo miklu máli fyrir lægst launaða fólkið fyrir utan afkomutrygginguna. „Það sem er mikilvægast og þarf að gera, þrátt fyrir niðurskurð og skattahækkanir, er að vernda kjör þeirra sem eru með lægstu- og meðaltekjur,“ sagði Jóhanna og sagði að þessi hópur hefði í reynd borið mestu birgðarnar í valdatíð Sjálfstæðisfloks og Framsóknarflokks. Sagði hún líka mikilvægt að frítekjumark hefði verið hækkað og látið ná til tekna lífeyrisþega og öryrkja. Sagði hún að við síðustu fjárlagagerð hefði alls ekki reynst auðvelt að standa við þetta.

Frá fundinum í kvöld.
Frá fundinum í kvöld. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vextir fylgja ekki efnahagaþróun

12:38 Í nýútkomnu Efnahagsyfirliti VR kemur fram að vextir á Íslandi voru mun hærri hér á landi árið 2011 en þeir eru í nágrannalöndum okkar nú. Þar eru vextir nánast þeir sömu nú og voru hér á landi fyrir sex árum. Meira »

Hærri skattttekjur vegna betra árferðis

11:59 Stór hluti af auknum skatttekjum sem Píratar boðuðu í tillögum sínum til fjárlaga fyrir löggjafaþingið 2017 til 2018, þar á meðal varðandi tekjuskatt og virðisaukaskatt, er til kominn vegna betra árferðis. Þetta segir Smári McCarthy, Pírati. Meira »

Vill að stjórnvöld afturkalli lögbannið

11:19 „Ég skora á íslensk stjórnvöld að stilla sig um að beita frekari hömlum á umfjöllun fjölmiðla um þetta mál og afturkalla þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í.“ Þetta sagði Harlem Désir, fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á ráðstefnu í morgun. Meira »

Svört náttúruvernd valdi sundrungu

11:02 „Það hefur verið alið á fordómum í garð tiltekins ferðamáta, sem er umferð vélknúinna ökutækja. Það hefur þótt beinlínis fínt að ala á fordómum í okkar garð en við bendum á að öflugustu náttúruverðirnir eru þeir sem þekkja landið sitt og fá að ferðast um það,“ segir fulltrúi samtaka útivistarfélaga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira »

Allir opnir fyrir skosku leiðinni

10:56 Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga eru allir opnir fyrir því að skoska leiðin svokallaða verði skoðuð sem úrræði fyrir flugsamgöngur á Íslandi. Meira »

„Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“

10:53 „Fimmtíu milljóna króna viðskipti eru ekkert langt frá einhverju venjulegu fólki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

Mest áhrif á útflutning á fiski

10:18 „Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meira »

„Þetta slefar í storm“

10:40 „Þetta verður svona í dag, það lægir ekki að neinu ráði,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hvasst er á suðvesturhorninu og fer vindur í hviðum yfir 30 m/​s. Meira »

Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

08:18 Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

70-80 horfið á 97 árum

07:57 Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hefur unnið að ritun bókarinnar í frístundum sínum. Meira »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálffimmleytið í nótt. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálftvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Skilar 70% meira en 2009

05:30 Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Egat Luxe Nuddstóll (svartur eða beige) á 39.000 - Hentar fyrir nuddara, tattú eða það sem þér dettur í hug. www.Egat.is
Egat Luxe Nuddstóll til sölu www.egat.is simi 8626194 egat@egat.is svartur eða ...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...