Verjum velferðina

Guðjón Arnar Kristjánsson, Þráinn Bertelsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Bjarni Benediktsson, Ögmundur ...
Guðjón Arnar Kristjánsson, Þráinn Bertelsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Bjarni Benediktsson, Ögmundur Jónasson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Morgunblaðið/Golli

Afar góð mæting er á lokafundi ÖBÍ og Þroskahjálpar í fundarröðinni Verjum velferðina sem nú fer fram á Grand hóteli. Þar flytja erindi og sitja fyrir svörum fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingis nema frá Lýðræðishreyfingunni. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar gagnrýndu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir að hafa ekki nýtt góðærið til að styrkja velferðarkerfið. Þessu mótmælti formaður Sjálfstæðisflokks harðlega.

„Við núverandi aðstæður þarf að styrkja velferðina,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Sagði hún ámælisvert að ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefði ekki nýtt góðærið til þess að byggja upp og huga að velferðarkerfinu heldur hafi það verið veikt.

Þetta var meðal þess sem fram kom á lokafundi ÖBÍ og Þroskahjálpar í fundarröðinni Verjum velferðina sem haldinn var á Grand hóteli fyrr í kvöld fyrir fullum sal. Spurning fundarins til fulltrúa flokkanna var: Hvernig ætlar þinn flokkur að verja velferðina?

Orðum Jóhönnu mótmælti Bjarni Benediktsson, alþingismaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, harðlega og sagði útgjöld til velferðarmála hafa vaxið í valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði rangt að valið standi milli þess að skera niður eða hækka skatta.

Aðrir framsögumenn á fundinum eru:

Ögmundur Jónason, heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs

Guðjón Arnar Kristinsson, alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins

Sigmundir Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins

Þráinn Bertelsson, rithöfundur og frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar

Fram kom í máli fundarstjóra að Lýðræðishreyfingunni hefði verið boðið að senda fulltrúa, en enginn mætti fyrir þeirra hönd.

Fundargestum gafst kostur á að koma skriflegum spurningum til frambjóðenda og bárust ógrýnni spurninga til fundarstjóra sem bar upp spurningarnar. Meðal þess sem spurt var að var hvernig fulltrúar flokkanna hygðust standa að hækkun örorku- og ellilífeyrisbóta og hvort staðið yrði við lög. Frambjóðendur sögðu margir að það yrði mjög snúið að reyna að hækka bæturnar á næsta ári og töldu ekki rétt að lofa einhverju sem ómögulegt væri að lofa. Það væri sambærilegt við það að lofa að það yrði sól allt næsta ár.  Einnig var spurt var hvort frambjóðendur teldu peningum til Tónlistahússins í Reykjavík vel varið.

Guðmundur Magnússon, varaformaður ÖBÍ, sem situr í pallborði var spurður hvort hann teldi að setja ætti þak á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Sagði hann ljóst mál að grundvallaratriði væri að setja slíkt þak. Bjarni Benediktsson var spurður að því sama og sagðist telja að hægt væri að ná almenna samstöðu um þetta. Hins vegar væri annað mál hvar þakið yrði sett og hversu langt væri gengið í því að láta alla þjónustu ganga þar undir. Jóhanna Sigurðardóttir sagði það grundvallaratriði að aðgengi almennings að heilbrigðiskerfinu væri jafn óháð efnahag. Þar ætti sérstaklega að hlífa barnafólki og lífeyrisþegum. Sagði hún að tryggja þyrfi að enginn borgi meira en hann geti miðað við fjárhag.

Fulltrúar flokkanna voru spurðir hvort gera ætti átak í því að texta innlent sjónvarpsefni og hvort til greina komi að viðurkenna íslenskt táknmál sem opinbert tungumál. Sigmundur Davíð telur lítinn kostnað felast í því að túlka innlent efni. Guðjón Arnar sagði þingmenn Frjálslynda flokksins lengi hafa verið talsmenn þess að táknmál væri viðurkennt og innlent efni textað.

Bjarni sagði mikilvægt að leita almennt leiða til að auka virkni þeirra í samfélaginu sem til umræðu voru á fundinum, hvort heldur það eru fötluð börn í skólastarfi eða fatlaðir fullorðnir á vinnumarkaði. Það sé bæði mikið réttlætismál og þurfi ekki að fela í sér auka útgjöld fyrir ríkið.

Þráinn sagðist vilja gjaldfría heilbrigðisþjónustu. Jóhanna sagði afkomutryggingu lífeyrisþega um árabil hafa verið baráttumál fyrir Samfylkinguna. Sagði hún ljóst að enn væri margt ógert í uppbyggingu í þjónustu við fatlaðra, t.d. í búsetumálum. Minnti hún á að í félagsmálaráðuneytinu hefði á síðasta ári þegar verið byrjað á úttekt á endurskoðun á almannatryggingakerfinu. Sagði hún að hefði hún eitthvað um það að setja í næstu ríkisstjórn þá myndi hún leggja mikla áherslu á að endurskoðunin verði kláruð.

Sigmundur Davíð var spurður að því hvernig Framsóknarflokkurinn muni bregðast við því að sístækkandi hópur fólks hefur ekki lengur efni á að leysa lyf sín út. Sagði hann alla áhersluna vera á það að koma í veg fyrir að fólk lendi í þessari stöðu, því þegar svo er komið muni kostnaðurinn hvort sem er lenda á ríkinu.

Bjarni var spurður að því hvort almenningur þyrfti að stofna mannúðarfélag um sjálft sig, sambærilegt við það sem tíðkast hefur að stjórnmálamenn hafa gert í tengslum við prófkjörsbaráttur sínar, til þess að njóta skattaafsláttar. Bjarni sagði það ógeðfellda leið að stofna slík félög til þess að komast hjá því að greiða skatta. Ögmundur mótmælti þeim orðum Bjarna um umræðuna um mannúðafélög í tengslum við stjórnmálamenn að slíkt væri endaleysa. Ögmundur velti upp þeirri spurningu hvort í lagi væri að veita fjármálamönnum aðgang að heilbrigðiskerfinu líkt og rætt hefur verið um í tengslum við skipulagsbreytinga í heilbrigðiskerfinu á Suðurnesjum. Ögmundur kallaði eftir því að öll aðkoma fjármálamanna að heilbrigðiskerfinu þyrfti að vera upp á borðinu.

„Sjálfstæðismenn hafa staðið fyrir því að hér í landi hefðu allir aðgang að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag. Það er ekki bein og breið leið, en þangað viljum við fara,“ sagði Bjarni Benediktsson.

Guðjón Arnar sagði að horfa þyrfti á rauntekjur og tryggja öllum rauntekjur sem duga venjulegu fólki með eðlileg dagleg útgjöld.

Jóhanna benti á að það hefði verið hennar forgangsverkefni að verja kjör þeirra sem minnst eiga í samfélaginu og að hún myndi gera það áfram sitji hún í ríkisstjórn eftir kosningar. Sagði hún lykilatriði að vernda skattleysismörkin, þar sem þau skipti svo miklu máli fyrir lægst launaða fólkið fyrir utan afkomutrygginguna. „Það sem er mikilvægast og þarf að gera, þrátt fyrir niðurskurð og skattahækkanir, er að vernda kjör þeirra sem eru með lægstu- og meðaltekjur,“ sagði Jóhanna og sagði að þessi hópur hefði í reynd borið mestu birgðarnar í valdatíð Sjálfstæðisfloks og Framsóknarflokks. Sagði hún líka mikilvægt að frítekjumark hefði verið hækkað og látið ná til tekna lífeyrisþega og öryrkja. Sagði hún að við síðustu fjárlagagerð hefði alls ekki reynst auðvelt að standa við þetta.

Frá fundinum í kvöld.
Frá fundinum í kvöld. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

Í gær, 23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

Í gær, 22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Í gær, 21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

Í gær, 21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Ráðist til atlögu við sífellt grárri tilveru

Í gær, 21:02 Norska litafræðingnum Dagny Thurmann-Moe finnst kominn tími á litabyltingu. Í nýútkominni bók sinni, Lífið í lit, gerir hún grein fyrir hvernig litanotkun getur stuðlað að heilnæmu umhverfi í góðu jafnvægi sem og þeim áhrifum sem litir og litleysi hafa á vort daglega líf. Meira »

Heppinn miðaeigandi fékk 70 milljónir

Í gær, 20:54 Úlfar Gauti Haraldsson, rekstarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá vinninghafann til að trúa fréttunum þegar hann hringdi í hann. „Þegar viðkomandi vissi upphæðina þá bað hann mig um að hinkra aðeins því hann vildi setjast niður.“ Meira »

Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

Í gær, 20:17 Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Meira »

Starfsfólki sagt upp á hverju ári

Í gær, 20:33 Starfsfólki í mötuneyti og á kaffistofum Háskóla Íslands er gjarnan sagt upp störfum á vorin og svo endurráðið að hausti. Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Meira »

Verðum 5 árum á undan Norðurlöndunum

Í gær, 20:17 Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum. Meira »

Fossadagatalið rýkur út

Í gær, 19:38 Fossadagatalið 2018 og Fossabæklingur með ljósmyndum af Gullfossum Stranda hefur rokið út í dag, á fyrsta söludegi. Dagatalið er nú uppselt hjá útgefanda en búið er að panta annað upplag, 1.000 eintök. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og Ólafur Már Björnsson augnlæknir tóku myndirnar. Meira »

Sagði ráðherra með dómara í vinnu

Í gær, 19:01 Lögmaður Jóhannesar Rúnars Jónssonar í áfrýjunarmáli hans og Ástráðs Haraldssonar vegna skipunar Landsréttardómara sagði það með ólíkindum að ráðherra hafi svigrúm til að ráða því hverjir verði dómarar og hverjir ekki eftir því hvort verið sé að skipa til Landsréttar, Hæstaréttar eða héraðsdóms. Meira »

Greindi frá áformum um kolefnishlutleysi

Í gær, 18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá áformum nýrrar ríkisstjórnar í umhverfis- og lofslagsmálum og nefndi sérstaklega markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, í ávarpi sínu á leiðtogafundi í París í dag. Meira »

Árásarmaðurinn samstarfsfús við lögreglu

Í gær, 17:47 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á hinum albanska Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Austurvelli, hefur verið samstarfsfús við lögreglu. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir venju að fara fram á geðrannsókn vegna mála sem þessa. Meira »

Réttindalaus rútubílstjóri stöðvaður

Í gær, 17:26 Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist ekki hafa almennt rekstrarleyfi til aksturs með farþega og að auki hafði hann ekki aukin ökuréttindi til slíks. Var hann að aka með farþega sína í Bláa lónið. Meira »

Hlaut starfsmerki fyrir óeigingjarnt starf

Í gær, 17:14 Rán Kristinsdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) í gærkvöldi starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti Rán starfsmerkið. Meira »

Vilji til að efla náin tengsl ríkjanna

Í gær, 17:40 Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, í Buenos Aires í Argentínu, þar sem nú stendur yfir ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Ræddu þeir meðal annars fríverslun á heimsvísu. Meira »

Sameining leik- og grunnskóla í kortunum

Í gær, 17:26 „Þetta er rökrétt næsta skref í skólamálum,“ segir Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um fyrirhugaða sameiningu leikskólans og grunnskólans á Flateyri. Í grunnskólanum eru um 20 börn og í leikskólanum Grænagarði eru um fimm börn. Meira »

Stolnir munir kirkjugesta fundnir

Í gær, 17:13 Ýmsir munir; peningar, greiðslukort og lyklar og fleira sem stolið var úr yfirhöfnum tónleikagesta í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, hafa nú nær allir fundist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Harðviður til húsbygginga
Lokað verður frá 12. nómember til 5. desember. Harðviður til húsabygginga Sjá ná...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Húsgögn o.fl.
Húsgögn, silfur borðbúnaður, , styttur, postulín B&G borð-búnaður, jóla- og mæðr...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...