Orð Katrínar falla í grýttan jarðveg

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Opinberir starfsmenn hafa þegar orðið fyrir kjaraskerðingu, að sögn  Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR og starfandi formanns BSRB. Leitað var viðbragða við orðum Katrínar Jakobsdóttur, oddvita VG í Reykjavík norður á framboðsfundi RÚV. Hún kveðst frekar vilja sjá laun lækka en fækkun starfa hjá hinu opinbera. Kjarasamningar BHM og BSR við ríkið eru nú lausir.

Árni Stefán Jónsson, formaður SFR (Stéttarfélags í almannaþjónustu) og starfandi formaður BSRB (Bandalags starfsmanna ríkis og bæja) kvaðst gera sér grein fyrir því að ríkið þyrfti að gera næstu fjárlög og spara marga tugi milljarða.

„Við höfum lagt aðaláherslu á að verja störfin og verja velferðarkerfið. BSRB hefur aldrei verið á móti því að hróflað sé við sköttum. Við gerum okkur grein fyrir að það þurfa að koma tekjur til að halda uppi velferðarkerfinu,“ sagði Árni.

Hann sagði fólk hafa tekið á sig kjaraskerðingu vegna kaupmáttarrýrnunar og niðurskurðar. „Það er búið að skera niður alla möguleika til yfirvinnu og ráðningarbundin kjör.“ Árni sagði BSRB telja að ætti að endurskoða laun opinberra starfsmanna þá þyrfti að gera það út frá jöfnun launa. Ekki yrði hróflað við meðallaunum, sem eru 300-340 þúsund innan BSRB, eða lægri launum. Breið sátt þyrfti að nást ef hrófla ætti við launum og alls ekki ætti að skerða lægstu launin.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert