Strandveiðar í stað byggðakvóta

Sjávarútvegsráðherra áformar að koma á nýjum flokki veiða, strandveiðum, þar sem heimilaðar verða frjálsar handfæraveiðar við ströndina. Gert er ráð fyrir að nýja kerfið komi í stað svonefnds byggðakvóta.

Fram kom á blaðamannafundi, sem Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra hélt í dag, að hann hefði kynnt ríkisstjórninni á þriðjudag þau áform sín að fresta úthlutun byggðakvóta nú á þessu fiskveiðiári til að skapa svigrúm fyrir breytta stefnu til styrkingar og örvunar atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum. Hafi ríkisstjórnin lýsti yfir stuðningi við þessi meginsjónarmið.

Steingrímur gerir ráð fyrir, að fram komi frumvarp til breytingar á lögum um stjórn fiskveiða þegar að afloknum kosningum til að koma á strandveiðum til reynslu, strax í sumar, að því gefnu að  frumvarpið verði að lögum. Þar af leiðandi er gert ráð fyrir að byggðakvóta verði ekki úthlutað á yfirstandandi fiskveiðiári.

Samkvæmt hugmyndum Steingríms verða heimilaðar frjálsar handfæraveiðar við ströndina.  Strandveiðarnar munu þó í meginatriðum takmarkast annars vegar af þeim heildarafla  sem ráðstafað er sérstaklega í þessu skyni og hins vegar af stærð báta. Gert er ráð fyrir að strandveiðum verði í fyrstu komið á til reynslu. Síðan verður metið hvernig til hafi tekist og framhald ákveðið.

Markmiðið er nýting sjávarauðlindarinnar á nýjum grunni þar sem mönnum verði gert mögulegt að stunda frjálsar veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt.

Steingrímur sagði, að núverandi stjórn fiskveiða sé gagnrýnd fyrir að erfitt sé fyrir nýja aðila að hefja veiðar í atvinnuskyni. Með strandveiðunum sé opnað á takmarkaðar veiðar þeirra sem ekki þurfa að vera handhafar veiðiheimilda. Þannig sé til að mynda ungu og áhugasömu fólki auðveldað að afla sér reynslu og þekkingar um leið og sveigjaleiki er aukinn.

Gert er ráð fyrir, að til strandveiðanna verði ráðstafað þeim heimildum, sem nú mynda byggðakvóta, þ.e.a.s. 6127 tonnum af óslægðum botnfiski auk 2000 tonna viðbótar sem ráðherra ákveður. Þetta magn myndi stofn strandveiðanna, en fyrirmyndin er sótt í verklag við svonefnda línuívilnun. Öllum verður frjálst að stunda þessar veiðar sem uppfylla þau almennu skilyrði sem sett verða.

Alls eru skráðir um 720 haffærir bátar undir 15 brúttótonnum. Um 650 þessara báta hafa stundað fiskveiðar í atvinnuskyni á síðastliðnum árum. Varanlegar aflaheimildir eru bundnar við 350 þeirra en til viðbótar eru um 140 bátar með varanlegar aflaheimildir en eru ekki með gilt haffæri sem oftast er þá innlagt. Til viðbótar er einhver fjöldi báta sem varanlegar aflaheimildir eru ekki bundnar við og ekki hafa gilt haffæri.

Tilkynning sjávarútvegsráðuneytisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Alvarlegt vinnuslys í Keflavík

13:32 Alvarlegt vinnuslys varð í Plastgerð Suðurnesja um hádegið. Maður klemmdist illa í vinnuvél og hefur verið fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Þetta staðfesti lögreglan á Suðurnesjum í samtali við mbl.is. Meira »

Björgunarsveitarmenn í háska í Hvítá

13:21 Þrír björgunarsveitarmenn lentu í háska við Bræðratungubrú í Hvítá í dag eftir að bátur þeirra varð vélarvana. Hending réð því að aðrir nærstaddir björgunarsveitarmenn athuguðu með hópinn og sáu þá þrjá björgunarsveitarmenn fasta við net undir Bræðratungubrú. Meira »

Ætla að lagfæra og breikka Gjábakkaveg

13:15 „Það hefur staðið lengi til að gera þetta,“ segir Einar Magnússon, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, þegar hann er inntur eftir því hvort standi til að breikka Gjábakkaveg á Þingvöllum. Rúta fór þar út af veginum á miðvikudag og framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins sagði veginn stórhættulegan. Meira »

Berghlaupið skoðað í þrívídd

12:32 Sprungan sem myndast hefur í Litlahöfða á Fjallabaki er um 155 metra löng og er er flatarmál brotsins um 3.800 fermetrar, eða sem nemur hálfum fótboltavelli. Áætlað rúmmál brotsins er á bilinu 160 til 400 þúsund rúmmetrar, en það fer eftir því við hvaða stærð brotsins er miðað. Meira »

Missteig sig og lagðist niður á graseyju

12:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu keyrði ölvaða konu heim í nótt sem hafði lagst til hvílu á graseyju við strætóskýli í Kópavogi. Þá handtók hún tvo menn grunaða um akstur undir áhrifum. Meira »

Stígamót hreinsuð af ásökunum

11:48 Stígamót hafa verið hreinsuð af ásökunum og Guðrún Jónsdóttir, talskona samtakanna, hefur tekið við því hlutverki að nýju. Guðrún steig til hliðar á meðan úttekt var gerð á vinnuumhverfi Stígamóta, eftir yfirlýsingu níu kvenna um neikvæða reynslu sína af starfi samtakanna. Meira »

Fanginn labbaði í burtu

11:19 Fanginn sem slapp á Akureyri í gær var laus í rúmar 5 klukkustundir og fannst í kvikmyndahúsi. Þegar hann slapp var hann við garðvinnu við lögreglustöðina og gekk í burtu á meðan fangavörðurinn sem var með honum hafði brugðið sér frá. Meira »

Vill ryðja brautina

11:30 Svo gæti farið að á Íslandi rísi fyrsta verksmiðja heims sem endurvinnur veiðarfæri til fulls. Bretinn Paul Rendle-Barnes skoðar möguleikann á að reisa verksmiðjuna hérlendis en hann segir Ísland ákjósanlegt land fyrir starfsemi af þessum toga. Meira »

Salan aukist frá fyrri stórmótum

11:10 „Treyjusalan hefur aukist mjög, bæði í aðdraganda mótsins og núna þegar það er farið í gang,“ segir Þorvaldur Ólafsson, eigandi Errea á Íslandi, um treyjusölu í kringum Evrópumót kvenna í knattspyrnu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Gullfossi

10:47 Maðurinn sem lést í Gullfossi á miðvikudag og leitað hefur verið að undanfarna tvo daga hét Nika Begades. Hann var 22 ára frá Georgíu, búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus. Meira »

Standa saman í blíðu og stríðu

09:50 Emil Atlason, knattspyrnumaður og bróðir Sifjar Atladóttur, er á leiðinni til Hollands og mun styðja stelpurnar það sem eftir lifir móts. Hann segir mikla spennu ríkja innan fjölskyldunnar fyrir mótinu í sumar. Meira »

Vöknuðu við að húsið lék á reiðiskjálfi

09:13 Sóley Kaldal, sem dvelur nú á grísku eyjunni Rhodos, varð vel vör við jarðskjálftann sem varð úti fyrir ströndum Grikklands í nótt. Jarðskjálftinn mældist 6,7 að styrk og kostaði tvo ferðamenn á eyjunni Kos lífið. Meira »

Sér til sólar á Norðaustur- og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að sjái til sólar. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Nemar vilja hlaupa til styrktar HÍ

07:37 Stúdentaráð Háskóla Íslands vinnur að því að hægt verði að hlaupa til styrktar Háskólanum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 19. ágúst. Þetta staðfestir Ragna Sigurðardóttir, formaður stúdentaráðs. Meira »
Mánatún 3ja herb. m. stæði í bílagemyslu
Glæsileg 3ja herb. íbúð á 5 hæð með stæði í bílageymlsu til leigu. Allar innrétt...
Flugskýli til leigu í Fluggörðum á Re
Flugskýli til leigu í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli halldorjonss@gmail.com...
Inntökupróf
Palacký University in Olomouc í Tékklandi stefnir að halda inntökupróf í tannlæk...
Rúmnuddari á 7800 kr. Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur
Rúmnuddari Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur kr 7800. ...
 
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...