Verslunarskólinn vann Morfís

Sigurlið Verzlunarskólans.
Sigurlið Verzlunarskólans. mbl.is/Golli

Verzlunarskóli Íslands sigraði Fjölbrautaskóla Suðurnesja með 62 stiga mun í úrslitum Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla, sem fór fram í Háskólabíói í kvöld. Að sögn Odds Sigurðssonar, formanns Morfís, var salurinn troðfullur og stemningin mikil.

Í liði Verzlunarskólans voru  Hafsteinn Gunnar Hauksson, sem jafnframt var valinn ræðumaður kvöldsins, Einar Brynjarsson, Stefán Óli Jónsson og Eva Fanney Ólafsdóttir.

Í liði Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru Oddur Gunnarsson, Fannar Óli Ólafsson, Davíð Már Gunnarsson og Sigfús Jóhann Árnason. 

Lið Verslunarskólans hafa oftast komist í úrslit MORFÍS frá upphafi, en þetta var 14. árið sem það gerist. Þar af hefur lið skólans sigrað tíu sinnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert