Evruvæðing Bláa lónsins hefur gengið upp

Bláa lónið
Bláa lónið mbl.is/RAX

Rekstur Bláa lónsins hefur gengið vel það sem af er ári og betur en á sama tíma í fyrra. Þar skiptir verulegu máli að fyrirtækið er með gjaldskrár sínar í evrum og færir bækur sínar í evrum. Í Bláa lónið komu 61 þúsund gestir fyrstu þrjá mánuði árs, talsvert fleiri en í fyrra.

„Við erum með gjaldeyrisskapandi starfsemi, ferðaþjónustu. Evruvæðingin var djaft skref en það hefur gengið upp,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.

Gjaldskrá Bláa lónsins hefur lengi verið óformlega miðuð við evrur. Skrefið var stigið til fulls sl. haust. „Mikill meirihluti okkar gesta er erlendir ferðamenn. Þeim finnst ekki mikið að greiða 20 evrur fyrir aðgang að Bláa lóninu. Það þykir Íslendingum hins vegar dýrt þegar gengi krónunnar er jafnlágt og það er nú,“ segir Grímur. Til þess að mæta því hafa verið tilboð hér á markaðnum þar sem tveir fá aðgang á verði eins. Hefur það mælst vel fyrir, að sögn Gríms, og íslenskum gestum fjölgað.

Grímur segir fólk í ferðaþjónustunni bjartsýnt fyrir sumarið. Það kemur fram í ráðningum fyrir sumarið. 150 starfsmenn eru hjá Bláa lóninu og dótturfélögum og 30-40 bætast við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert