Hægt að hanna sína eigin lopapeysu á netinu

Hægt er að hanna draumpeysuna á netinu
Hægt er að hanna draumpeysuna á netinu mbl.is

Lopapeysan er líklega þekktust og þægilegust hefðbundins íslensks fatnaðar og hafa vinsældir hennar aukist til muna undanfarin ár.

Hópur nema við Háskóla Íslands hefur sett á stofn nýstárlegt fyrirtæki, sem býður viðskiptavinum að hanna sína draumapeysu á netinu og fá hana senda heim til sín. Vefsíða fyrirtækisins er peysanmin.com.

„Þetta kom þannig til að við erum nokkur á námskeiði í verkfræðideild HÍ, sem heitir Stjórnun fyrirtækja. Við fengum það verkefni að stofna sjálfstætt fyrirtæki og eftir nokkra umhugsun duttum við niður á þessa hugmynd,“ segir Elvar Þór Hjörleifsson. Ásamt Elvari eru aðstandendur Peysunnar minnar þau Eymundur Sveinn Leifsson, Gunnar Skúlason, Kristín Björg Sveinsdóttir, Maren Lind Másdóttir, Ómar Þorvaldur Kristinsson og Teitur Birgisson.

„Í ljósi efnahagsástandsins vildum við einbeita okkur að íslenskri framleiðslu og bjóða upp á alíslenska vöru. Þá vildum við nýta okkur netið við markaðssetningu, enda dregur það mjög úr rekstrarkostnaði fyrirtækisins,“ segir Elvar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert