Seglskútan heitir Sirtaki

Skútan Sirtaki, sem Landhelgisgæslan stöðvaði.
Skútan Sirtaki, sem Landhelgisgæslan stöðvaði. mynd/LHG

Seglskútan, sem Landhelgisgæslan veitti eftirför á Atlantshafi í gær, heitir Sirtaki og er 40 fet á lengd, skráð í Belgíu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Um 109 kíló af fíkniefnum, amfetamín, marijúana, hass og e-töflur, voru flutt með skútunni til landsins. Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins, þar af þrír um borð í skútunni.

Skútan er í eigu fyrirtækis, sem heitir Channel Sailing og leigir út skútur og báta.

Heimasíða Channel Sailing

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert